Hin 26 ára Georgia May Brooke, frá Ossett í Vestur Jórvíkurskíri lést föstudaginn 4. febrúar árið 2022. Kærasti hennar, Luke Cannon, fannst látinn seinna þann dag en hann hafði þá framið sjálfsvíg. Dánardómstjóri sagði frá niðurstöðu sinni í dag en hann komst að því að um manndráp sé að ræða í tilfelli Brooke.

Rannsóknin leiddi í ljós að kyrking hafi dregi Georgiu til dauða, ásamt notkun hennar á „partýlyfinu“ GHB og kókaíni. Í réttarsal vegna málsins í Bradford sagði móðir Georgiu, Samantha Beaumont, á tilfinningaþrunginn hátt frá lífi dóttur sinnar og afrekum.

Með tárfylltum augum lýsti Samantha dóttur sinni sem hæfileikaríkum og duglegum dansara sem hefði skarað fram úr í dansprófum og unnið sér inn námsstyrk við virtan sviðslistaskóla í Lundúnum. Hún hafði starfað sem dansari á Krít og var spennt að snúa aftur til Grikklands þegar hún lést.

Georgia was a professional dancer
Georgia var atvinnudansari

Missirinn skyldi fjölskylduna eftir í molum, sagði Samantha, samkvæmt Yorkshire Live. „Áhrifin á fjölskyldu mína hafa verið gríðarleg. Við erum algjörlega niðurbrotin. Georgia er farin og skilur eftir sig stórt gat.“

Samantha sagði einnig frá því hvernig persónuleiki dóttur sinnar breyttist eftir að hún hitti Luke, og lýsti hegðun hans sem „manískri og ofvirkri“ á meðan Georgia varð „undirgefin“. Hún sakaði Luke um að vera „stjórnandi“.

- Auglýsing -

Eftir hörmulegt andlát Georgíu upplýsti móðir hennar Samantha að henni hafi verið tilkynnt að dóttir hennar hefði verið „kyrkt við kynlíf“ og hún telur að Luke hafi borið ábyrgð á fráfalli hennar. Sjúkraliðar voru kallaðir í hús í Thornbury, Bradford, þar sem þeir fundu Georgiu í hjartastoppi.

The inquest revealed that Georgia's death was caused by 'manual strangulation'

Kærasti hennar, Luke, játaði fyrir sjúkraliða að hafa neytt áfengis og „kynlífslyfja“ sem kallast „G“ – GHB. Læknir, sem skoðaði Georgiu í Bradford Royal bráðadeildiinni, sagði að svo virtist sem Georgia hefði verið látin í lengri tíma en Luke hafði gefið til kynna. Rannsókn leiddi í ljós fjólublá „bindisfar“ um háls Georgiu.

Hjúkrunarfræðingur, sem ræddi við Luke, upplýsti að hann hafi viðurkennt að þau hefðu notað GHB fyrir „vellíðunartilfinningu“ á innilegum augnablikum þeirra. Hjúkrunarfræðingurinn lýsti Luke sem æstum, líkt og einhvern sem væri undir áhrifum kókaíns. Hjúkrunarfræðingurinn upplýsti ennfremur að Luke minntist á að Georgia hefði byrjað að finna fyrir mæði áður en hún missti meðvitund. Luke yfirgaf síðan sjúkrahúsinu í gegnum brunaútgang og fannst síðar hengdur í nágrenninu.

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu lýsti vinur sambandi Georgiu og Luke sem kynlífi og eiturlyfja sambandi og bætti við að þau stunduðu oft það að „kæfa hvort annað“. Vinurinn lýsti Luke sem „stjórnsömum“ og að hann hafi verið „kjaftfor kvennabósi“.

Í réttinum kom fram að á meðan sumir þekktu Luke sem fasteignasala, sagði eitt vitni að hann hefði verið viðriðinn eiturlyfjasölu. Leigusali hans upplýsti að Luke hefði áður starfað sem einkaþjálfari og átt sína eigin líkamsræktarstöð.