Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Tíu ára fangelsi fyrir manndráp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungur karlmaður var í dag dæmdur fyrir manndráp í Héraðsdómi Reykjaness og var hann dæmdur í tíu ára fangelsi en manndrápið átti sér stað á bílastæði Fjarðarkaupa í apríl. Tveir karlmenn fengu tveggja ára dóm og 17 ára stúlka fékk 12 mánaða skilorðsbundin dóm.

Samkvæmt heimildum Vísis kom upp ósætti milli manns og hópsins, sem hlaut dómana, vegna fíkniefnaneyslu á bar stutt frá bílastæðinu. Það ósætti endaði svo með því að þrír úr hópnum réðust á manninn og stungu hann en maðurinn lést svo af stungusárum sínum. Þinghald í málinu var lokað og gátu fjölmiðlar því ekki fylgst með því sem fram fór í réttarsalnum. Dómurinn hefur ekki verið birtur.

Fjallað verður nánar um málið þegar dómur hefur verið birtur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -