Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Viðurkennir að hafa stungið 87 ára gamlan mann til bana – Gerandinn nýsloppinn úr fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður hefur viðurkennt sök í manndrápsmáli en hann stakk 87 ára gamlan mann sem var á rafskutlu.

Hinn 45 ára Lee Byer, stakk hinn 87 ára gamla Thomas O´Halloran í hálsins og bringuna í Grennford í Vestur-Lundunum, í ágúst 2022. Bryer hefur á bakinu fjöldi dóma en nokkrum dögum fyrir árásina hafði hann verið látinn laus úr Wormwood Scrubs fangelsinu. Í dag neitaði Byer fyrir dómi, að hafa myrt O´Halloran en viðurkenndi manndráp.

Thomas O´Halloran

Saksóknarinn í málinu, Gareth Patterson, samþykkti játningu Byers á manndrápinu, eftir að heilbrigðisskýrslur sýndu fram á að Byer ætti það til að fara í geðrof, heyrði raddir og þjáist af ofsóknarkenndum ranghugmyndum og geðklofa. Sagði hann að andlegt ástand útskýrði þessa „ástæðulausu árás“.

Afinn O´Halloran var upprunalega frá Co Clare í vesturhluta Írlands og var þekktur í heimabyggð sinni. Hann var sagður hafa verið ástríðufullur tónlistarmaður og lýst sem „mjög vinsælum“ í Greenford, þar sem hann spilaði oft tónlist til að safna pening fyrir góðgerðarmál. Í einu myndskeiði sést hann syngja gamalt írskt lag aðeins nokkrum vikum áður en hann var stunginn til bana. Þá sýndu myndskeið á samfélagsmiðlunum, O´Halloran safna pening fyrir Úkraínu með því að spila tónlist fyrir gangandi vegfarendur, nokkrum mánuðum fyrir morðið.

Thomas var vinsæll „böskari“.

Rétt eftir klukkan 16:00 þann 16. ágúst árið 2022 fékk lögreglan neyðarsímtal frá vegfaranda sem fann O´Halloran á rafskutlu sinni. Náði O´Halloran að segja vegfarandanum að hann hefði verið stunginn en stungusárin voru vel sjáanleg. Innan mínútna mætti lögreglan á vettvang en þá hafði O’Halloran misst meðvitund. Lögreglan og sjúkraliðar tóku við vegfarendum við lífgunartilraunum en var hann úrskurðaður látinn á vettvangi klukkan 16:54. Krufning leiddi í ljós að hann hefði verið stunginn margsinnis í hálsinn, bringuna og í kviðinn. Öryggismyndavél náði myndskeiði af árásinni og sýndi að einungis Byer hafi verið á svæðinu þegar O´Halloran var stunginn.

Þegar Byer yfirgaf svæðið var hægt að greina hníf í höndum hans. Hann náðist á myndatökuvél þar sem hann lagði hnífsskaft í holræsi á leiðinni heim til mömmu sinnar. Réttarrannsókn fann blóð fórnarlambsins á handfanginu, þó að hnífsblaðið hafi aldrei fundist. Eftir að eftirlitsmyndavélarmyndir af hinum grunaða voru birtar í fjölmiðlum báru starfsmenn refsiréttarkerfisins kennsl á Byer.

- Auglýsing -

Eftir að hafa verið handtekinn í húsi móður sinnar 18. ágúst sagði Byer við lögregluna: „Morð, ég var í fangelsi á þeim tíma.“ Föt sem passa við þau föt sem sjást á eftirlitsmyndavélum fundust við húsleit á eigninni auk hnífasetts með handföngum svipað því sem fannst í niðurfallinu. Lögreglan sagði einnig að Byer hefði reynt að brenna fötin sem hann var í í garði móður sinnar. Í yfirheyrslum lögreglunnar neitaði Byer að vera sá sem sæist í eftirlitsmyndavélunum og hélt því fram að hann hefði verið í garði móður sinnar eða í listigarðinum á þeim tíma.

Byer hefur á bakinu 15 dóma á bakinu fyrir 30 brot, frá því að hann var 14 ára. Árið 2011 var hann dæmdur fyrir rán og hlaut þá 12 ára fangelsisdóm. Þann 11. ágúst árið 2022 var Byer sleppt úr Wormwood Scrubs-fangelsinu. O´Halloran lætur eftir sig fjölskyldu, þar á meðal systur sína, tvo bræður, frænkur og frændur.

Þegar hann lést sagði Martin Conway öldungadeildarþingmaður Fine Gael á Írlandi að O’Halloran hafi heimsótt landið reglulega og að andlát hans hafi skilið heimabyggð hans í Ennistymon í „djúpu áfalli og sorg“. „Tommy, eins og hann var kallaður, fór frá Ennistymon til Lundúna fyrir 71 ári síðan en ferðaðist heim nærri árlega þar til fyrir um 10 árum,“ sagði hann. Dómarinn í manndrápsmálinu, Mark Lucraft, frestaði dómsuppkvaðningu til 10. maí.

- Auglýsing -

The Mirror sagði frá málinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -