Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

Markaðir nötra af ótta við aðra fjármálakreppu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur órói hefur verið á fjármálamörkuðum í dag og eru fjárfestar sagðir óttast að önnur fjármálakreppa sé handan við hornið.

Böndin núna beinast að ríkisskuldabréfum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar er nú ódýrara fyrir ríkisstjórnir þessara landa að gefa út skuldabréf til 10 ára heldur en til tveggja ára. Er þetta vísbending um að fjárfestar séu áhyggjufullir um efnahagsþróun til skamms tíma. Þessi þróun er afar óvenjuleg og þegar þetta gerist er það iðulega undanfari kreppu eða stöðnunar í hagkerfinu.

Hlutabréf féllu hratt í morgun við opnun markaða og voru lækkuðu helstu vísitölur um 1,7 til 2,4 prósent.  

Fleira kemur til. Hagkerfið í Bretlandi hefur sýnt merki um stöðnun og nýr forsætisráðherra, Boris Johnson, virðist staðráðinn í að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu þann 31. október, með eða án samnings. Því er spáð að Brexit án samnings hefði geigvænleg áhrif á breskt hagkerfi.

Hagtölur frá Kína gefa heldur ekki góð fyrirheit og ekkert lát er á viðskiptastríði Donalds Trump við Kína sem hamlar enn frekar hagvexti í heiminum. Loks var tilkynnt í morgun að samdráttur hafi orðið í Þýskalandi á öðrum ársfjórðungi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -