Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Netverjar ólmir í hálsmenið sem Obama skartaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hálsmenið sem Michelle Obama skartaði í gær hefur vakið mikla athygli. 

Ávarpið sem Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, flutti á landsfundi Demókrataflokksins í gær hefur vakið athygli. Í ávarpinu, sem var streymt á Netið, sagði Obama að Donald Trump væri rangur forseta fyrir Bandarísku þjóðina og að vont gæti versnað ef þjóðin mun ekki knýja fram breytingar í næstu forsetakosningum.

En það voru ekki aðeins skilaboð Obama sem vöktu athygli heldur líka hálsmenið sem hún bar. Um fíngert gullhálsmen með skilaboðunum „vote“, á íslensku „kjóstu“, er að ræða.

Samkvæmt tölum Google Trends fóru netverjar á flug og flettu margir upp leitarorðnum „vote necklace“, „Michelle Obama necklace“ og „letter necklace“ eftir að Obama hafði lokið við ræðu sína.

Fjölmargir notendur Twitter óskuðu þá eftir upplýsingunum á miðlinum um hvar væri hægt að kaupa samskonar hálsmen.

- Auglýsing -

Það er bandaríski skartgripahönnuðurinn ByChari sem á heiðurinn að hálsmeni Obama. Hálsmenið kostar 280 pund sem gerir rúmar 50 þúsund krónur miðað við núverandi gengi.

Stílisti Obama hafði samband við ByChari fyrir nokkrum vikum. Hún segir í samtali við Daily Beast að hún hafi ekki vitað hvenær Obama ætlaði að nota hálsmenið. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir hún um augnablikið þegar hún sá Obama með hálsmenið í gær.

Bandaríski skartgripahönnuðurinn ByChari hannaði þetta hálsmen.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -