Laugardagur 14. september, 2024
8.4 C
Reykjavik

Starfsfólk Prada þarf að gangast undir þjálfun til að koma í veg fyrir annað hneykslismál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólk ítalska tískuhússins Prada mun hljóta þjálfun í næmni (e. sensitivity) í kjölfar hneykslismáls sem kom upp í lok árs 2018.

Töskuskrautið sem um ræðir.

Í desember 2018 hlaut Prada mikla gagnrýni fyrir töskuskraut og annan varning sem þótti minna á „blackface“-gervi sem er tengt sögu kynþáttafordóma. Tískuhúsið tók umræddar vörur strax úr sölu og baðst afsökunar á dómgreindarleysinu.

Í gær skrifaði Prada þá undir sáttmála við mannréttindaráð New York-borgar. Í sáttmálanum kemur fram að allt starfsfólk Prada sem starfar í New York muni hljóta ákveðna þjálfun og fræðslu til að koma í veg fyrir að annað mál líkt og það sem kom upp árið 2018 komi aftur upp. Miuccia Prada, yfirhönnuður Prada, mun einnig fá umrædda þjálfun. Um þetta er fjallað á vef New York Times.

Þjálfunin mun þá m.a. fela í sér fræðslu um málefni og réttindabaráttu ýmissa minnihlutahópa.

Eftir þjálfunina mun óháður aðili meta árangur þjálfunarinnar og hafa fyrirtækið undir eftirliti næstu tvö árin.

Tískuhúsinu er þá gert að ráða jafnréttisfulltrúa innan 120 daga, sá mun hafa það hlutverk að yfirfara alla hönnun sem Prada hyggst setja á markað í Bandaríkjunum.

- Auglýsing -

Samskonar sáttmálar við tískuhús Gucci og Prada er þá á teikniborðinu er fram kemur í frétt New York Times en bæði fyrirtækin hafa verið sökuð um rasisma og menningarnám (e. cultural appropriation).

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -