Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þekktur fjölmiðlamaður kemur út – giftur konu í 27 ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Phillip Schofield, einn þekktasti sjónvarpsmaður Bretlands, er kominn út úr skápnum. Í færslu á Twitter reikningi þáttarins This Morning, sem sýndur er á ITV, sagðist hann hafa komist að þessari niðurstöðu um sjálfan sig með aðstoð dætra sinna og eiginkonu til 27 ára.

Hinn 57 ára Schofield sagðist hafa grátið á öxl Holly Willoughby, sem stýrir morgunþættinum með honum. Þá talaði hann um „innri baráttu“ og „veröld sem hefði breyst til hins betra“.

Lauk hann færslunni með því að biðla til fólks um gæsku, sérstaklega í garð fjölskyldu sinnar. Schofield hefur verið giftur Stephanie Lowe frá 1993 og eiga þau tvær fullorðnar dætur, Molly og Ruby.

Schofield var kynnir Children’s BBC á 9. áratugnum og stjórnaði hinum vinsæla morgunþætti Going Live! um nokkurt skeið. Hann hefur verið stýrt This Morning frá 2002.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -