Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fagnar niðurstöðunni og vonar að félagsmenn Eflingar samþykki samninginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stéttarfélagið Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning laust fyrir miðnætti þar sem samið var fyrir hönd félagsmanna sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfallið náði til um 260-270 fé­lags­manna sem margir vinna við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, er fegin að samningar náðust og vonar að félagsmenn Eflingar samþykki samninginn.

„Ég fagna þessari niðurstöðu. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga lagði fram tilboð til Eflingar sem félagið samþykkti, ég fagna því góða samtali sem fór fram um helgina undir stjórn ríkissáttasemjara milli aðila,“ segir Ásgerður í samtali við Mannlíf.

„Andinn í samningaviðræðunum var að ná fram kjarabót með hækkun lægstu launa, ég vona að félagsfólk Eflingar samþykki þennan samning.“

„Það var góð tilfinning að sjá börnin mæta í skólann í dag…“

Þann 24. mars féllst Efling á að fresta verkfallsaðgerðum sem hófust 9. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Verkfallsaðgerðir hófust þá aftur 5. maí eftir hlé.

Ásgerður segir það hafa verið ánægilegt að sjá fólk snúa aftur í vinnu eftir verkföll. „Það var góð tilfinning að sjá börnin mæta í skólann í dag og starfsfólk Eflingar.“

- Auglýsing -

Nú vinnur Efling að kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu fyrir félagsmenn.

Sjá einnig: Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga semja – Segir kjarabætur beinan árangur af verkfallsaðgerðum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -