2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fjórir Íslendingar sendir beint til baka á færeyskum flugvelli

Fjórum íslenskum ferðamönnum var meinuð innganga í Færeyjar á flugvellinum í Vogum í gær, að sögn færeyska sjónvarpsins Kringvarpið. Var fólkinu snúið við á flugvellinum og sent beint til baka til Danmerkur vegna lokunar landamæranna sem gekk í gildi á mánudaginn og felur í sér að einungis danskir ríkisborgarar með búsetu í Danmörku, Færeyjum eða á Grænlandi fá inngöngu í landið. Þessu er sagt frá á færeyska vefnum Dagur.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að sekta fólkið og senda það rakleitt til síns heimalands fyrir að reyna að komast ólöglega inn í landið en vegna aðstæðnanna var það ekki sektað og þar sem ekki eru beinar flugsamgöngur á milli Íslands og Færeyja var því snúið aftur til Danmerkur, þaðan sem það kom, hefur Kringvarpið eftir Michael Boolsen, lögreglustjóra.

Þetta var í fyrsta sinn sem erlendum ríkisborgurum var meinuð innganga í landið eftir að landamæralokunin skall á, að sögn Kringvarpsins.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is