Mánudagur 9. desember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Flugfélag í eigu Íslendinga greiðir ekki laun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugfélagið Cabo Verde Airlines hefur ekki greitt laun fyrir desembermánuð af ótilgreindum ástæðum, sem „félagið hefur ekki stjórn á“. Frá þessu greinir ch-aviation.com en 51% hluta í Cabo Verde er í eigu Loftleidir Cabo Verde, sem aftur er í eigu dótturfélags Icelandair Group og íslenskra fjárfesta, þeirra á meðal Björgólfs Jóhannssonar.

Framkvæmdastjóri Cabo Verde Airlines, Jens Bjarnason, sagðist í yfirlýsingu til portúgölsku fréttaveitunnar Lusa harma að félagið hefði ekki greitt starfsmönnum út fyrir jól en þetta væri ekki í fyrsta sinn sem launagreiðslur tefðust. Forsvarsmenn félagsins hefðu gert allt sem þeir gátu til að tryggja launagreiðslurnar en það hefði ekki tekist af ástæðum sem fyrirtækið réði ekki við.

Loftleidir Icelandic og hinir íslensku fjárfestar keyptu ráðandi hlut í Cabo Verde Airlines af stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum í mars sl. Til stendur að selja 3% til starfsmanna og 7% til íbúa eyjanna. Forsætisráðherrann Ulisses Correia sagði í samtali við Lusa í júlí að einkavæðing fyrirtækisins hefði forðað því frá því að fara í þrot en rekstur þess hefði kostað ríkið 3 milljónir evra mánaðarlega.

Samkvæmt frétt Vísis.is frá október sl. á Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group og starfandi forstjóri Samherja, 10% í Loftleidum Cabo Verde. Eignarhaldsfyrirtækið Kjálkanes, systurfélag útgerðarfyrirtækisins Gjögurs, sem á 34% hlut í Síldarvinnslunni, á 20% hlut í flugfélaginu. Þá á Loftleidir Icelandic 70% hlut.

Uppfært: Mannlíf hefur rætt við Jens Bjarnason, framkvæmdastjóra Cabo Verde. Að hans sögn var það skilningur einhverra starfsmanna fyrirtækisins að greiða ætti laun fyrir jól en það hefur einhvern tímann verið gert og ku tíðkast hjá einhverjum fyrirtækjum á Grænhöfðaeyjum. Hann ítrekar hins vegar að öll laun hafi verið greidd á réttum tíma, samkvæmt lögum og reglum, þ.e. fyrir áramót.

Spurður vill hann ekki kannast við að fyrirtækið glími við lausafjárvanda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -