Sunnudagur 25. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fundað vegna Harry og Meghan í Sandringhamhöll í dag – Elísabet vill finna lausn sem fyrst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Bretlandsdrottning mun reyna að finna lausn á máli Harry og Meghan Markle, hertogahjónanna af Sussex, í dag á fundi í Sandringhamhöll. Málið snýst um framtíð Harrys og Meghan en þau sendu frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku þess efnis að þau ætla að segja sig frá opinberum embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar. Síðar kom í ljós að þau höfðu ekki ráðfært sig við neinn innan konungsfjölskyldunnar áður en tilkynningin var send út á Instagram.

Elísabet mun funda með Karli Bretaprinsi, Vilhjálmi Bretaprins, Harry og Meghan vegna málsins í dag. Meghan er stödd í Kanda en er sögð ætla að taka þátt í fundinum í gegnum Skype.

Fjallað er um málið á vef BBC. Þar segir að um „sögulegan“ fund sé að ræða þar sem  ákvörðun um breytt samband Harrys og Meghan við bresku konungsfjölskylduna verði tekin. Drottningin er sögð vilja finna lausn á málinu sem fyrst.

Í frétt BBC kemur fram að meðal þess sem talið er að Elísabet muni ræða á fundinum er hvort hjónin haldi konunglegum titlum sínum og hvaða hlutverkum þau muni gegna innan konungsfjölskyldunnar. Talið er að fjármál hjónanna verði einnig rædd en Harry og Meghan greindu frá því í tilkynningu sinni að þau ætla að freista þess að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði.

Ekki er vitað klukkan hvað fundurinn fer fram í dag.

Sjá einnig: Telja óvægna fjölmiðlaumfjöllun og rasisma vera ástæðuna fyrir #megxit

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -