Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Fyrrverandi eiginkona Skúla tók þátt í skuldaútboði WOW og lánaði fé í reksturinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Örygg­is­miðstöðin og S9 ehf., sem er í eigu Mar­grét­ar Ásgeirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu Skúla Mogensen tóku þátt í skuldaútboði WOW air.

Þetta er á meðal þess sem greint er frá í WOW: ris og fall flugfélags, nýrri bók Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar, viðskiptaf­rétta­stjóra Morg­un­blaðsins sem kom út í dag, en eins og heitið gefur til kynna fjall­ar hún um dramatíska sögu flugfélagsins WOW air. Í bók­inni kemur fram hverj­ir það voru sem skráðu sig fyr­ir skulda­bréf­um í útboðinu í haust, en samkvæmt höfundinum kom 51 prósent fjársins sem safnaðist í útboðinu frá ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um sem stóðu með einhverjum hætti nærri flug­fé­lag­inu og forstjóranum Skúla Mo­gensen.

Örygg­is­miðstöðin og S9 ehf., sem eru í eigu Mar­grét­ar Ásgeirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu Skúla, er til að mynda þar á meðal eins og fyrr segir, en Mannlíf hefur heimildir fyrir því að Margrét hafi ekki aðeins keypt skuldabréf fyrir 1,5 milljónir evra eins og greint hefur verið frá, heldur sé upphæðin nærri 2 milljónum evra. Auk þess hafi Margrét og félög sem tengjast henni lánað viðbótarfé til reksturs félagsins.

Segir höfundurinn að flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­in Avolon og Air­Lea­se Corporati­on (ALC), flug­véla­fram­leiðand­inn Air­bus, fé­lagið Rel­iquum, sem er í eigu Björgólfs Thors og Ari­on banki, hafi einnig skráð sig fyr­ir skulda­bréf­um í útboðinu í haust.

Segir hann að list­inn sem hann hafi und­ir hönd­um um þátt­tak­end­ur í skulda­bréfa­út­boðinu gefi sterkt til að kynna að helm­ing­ur fjár­magnsins sem safnaðist hafi í raun runnið frá þátt­tak­end­un­um til þeirra sjálfra í gegn­um fléttu sem gekk út á að breyta eðli skulda fé­lags­ins úr skamm­tíma­skuld­um, sem voru sumar hverjar gjald­falln­ar, í lang­tíma­skuld í formi skulda­bréfs. Þannig hafi í raun takmarkaður hluti fjármunanna sem söfnuðust skilað sér til fé­lags­ins sem nýtt rekstr­ar­fé.

Sjá einnig: Þrjár milljónr evra frá Björgólfi Thor í WOW air

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -