Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.9 C
Reykjavik

Gæðabakstur boðar verðhækkanir í kjölfar kjarasamninga þrátt fyrir tuga milljóna hagnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gæðabakstur sem tilkynnt hefur um rúmlega sex prósent hækkun á öllum vörum fyrirtækisins hagnaðist árið 2017 um rúmlega 87 milljónir. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði við Vísi á dögunum að fyrirtækið sé knúið til að hækka verð. Það sé ekki aðeins vegna kjarasamninga heldur einnig hækkunar á hráefni.

„Síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.

Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir? „Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ sagði Vilhjálmur við Fréttablaðið.

„Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður.“

Ársreikningur félagsins sýnir þó að félagið er ágætlega statt. Hagnaður er nokkur og eigið fé tiltölulega hátt. Árið 2017 greiddi gæðabakstur um 60 milljónir í arð.

Eigendur Gæðabaksturs ehf eru samkvæmt upplýsingum á vef félagsins. Viska hf. (80%) Vilhjálmur Þorláksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gæðabaksturs frá stofnun (20%). Eignarhald Visku hf. er að meirihluta á hendi danskra félaga en Orkla ASA í Noregi kemur þar líka við sögu í gegnum danska félagið Dragsbæk A/S. „Gæðabakstur er íslenskt framleiðslufyrirtæki að öllu leyti, öflugt og rótgróið sem slíkt. Eignarhaldið er danskt, norskt og íslenskt – traust, norrænt samstarf!“

Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að sambandið hvetji félagsmenn til að sniðganga fyrirtæki sem boða verðhækkanir í kjölfar kjarasamninga. Drífa sagði við Morgunútvarp rásar tvö á þriðjudag að markmið samninganna sé að gefa tækifæri til vaxtalækkunar og stemma stigu við verðbólgu. Hún sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt ábyrgð við gerð kjarasamninga. Fyrirtæki sem hækki vöruverð vinni gegn þeim markmiðum.

- Auglýsing -

Gæðabakstur og Ísam, heildsölu og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boði nú verðhækkanir á öllum vörum fyrirtækjanna ef samningar verða samþykktir. Sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð forystufólks stéttarfélaga.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við RÚV það vera einsdæmi að fyrirtæki boði verðhækkanir ef kjarasamningar verði samþykktir, líkt og ÍSAM gerði í gær.

„Við erum með endurskoðunarákvæði sem snúa að því að kaupmáttur launa verði tryggður og vextir lækki. Ég tel að þetta ógni því að svo geti orðið. Þá munu kjarasamningar væntanlega losna og við munum sækja þær kaupmáttarkrónur, eða þær kjarabætur sem við töldum okkur gefa eftir til þess að ná niður vöxtum, af mikilli hörku ef það kemur til þess að samningar losni,“ segir Ragnar.

- Auglýsing -

„Mér finnst eins og fyr­ir­tæki inn­an Sam­taka at­vinnu­lífs­ins séu að hvetja til þess að kjara­samn­ing­arn­ir séu felld­ir. Það er eins og það sé ákveðinn klofn­ing­ur inn­an sam­tak­anna,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður starfsgreinasambandsins, við Morgunblaðið í kjölfar tilkynninga um verðhækkanir. Björn sagði við blaðið að framsetning þeirra sem tilkynnt hafa um hækkanir sé ósmekkleg. Ríki og sveitarfélög hafa þegar gefið út að þau muni halda aftur af verðhækkunum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði forstjóra Ísam hafa sýnt þankagang sinn rækilega „Ætli við verðum ekki bara að vera pínku glöð yfir því að Hermann [Stefánsson] afhjúpar sig og sinn þankagang svona rösklega. Það hlýtur að færa okkur endurnýjaðan baráttuanda og skarpan fókus á það hvers vegna breytingar eru nauðsynlegar í samfélaginu.“

Mynd / Gæðabakstur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -