Þriðjudagur 8. október, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gætu í mesta lagi rannsakað 500 sýni á dag – Tæki um fimm klukkustundir að fá niðurstöður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans gæti í mesta lagi rannsakað 500 sýni á dag úr ferðamönnum sem koma til landsins. Þetta er niðurstaða hóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í tengslum við skimunarverkefni á landamærum Íslands. 

Skýrsla verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á Keflavíkurflugvelli hefur verið birt á vef Stjórnarráðsins. Skýrsluna fékk Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra afhenta í gær.

Í skýrslunni kemur fram að niðurstaða hópsins sé sú að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum óvissuþáttum áður en hægt verður að hefjast handa við skimun á landamærum.

Í niðurstöðum hópsins segir m.a. að óvissþættir séu margir og að það þurfi að hefhast handa við upplýsingatæknivinnu án tafar til að mögulegt sé að verkefnið geti hafist 15. júní eins og hefur verið talað um.

Það er mat hópsins að sýkla- og veirufræðideild Landspítala geti í mesta lagi rannsakað 500 veirusýni á dag.

Eins segir huga þurfi sérstaklega að birgðastöðu sýnatökusetta. Núna eru 10.000 sett til.

- Auglýsing -

Í skýrslunni er einnig fjallað um kostnaðinn og kemur fram að kostnaður á hvert sýni er áætlaður undir 50 þúsund krónum svo framarlega sem tekin eru fleiri en 107 sýni á dag. Kostaður við hvert sýni væri þá tæpar 23 þúsund krónur ef tekin yrðu 500 sýni.

Reiknað er með að það tæki um fimm klukkustundir að fá niðurstöður úr prófinu. „Meðan beðið er niðurstöðu, sem miðað er við að sé innan 5 klst. en geti verið lengur einkum yfir nótt, fer viðkomandi til skráðs dvalarstaðar og viðhefur ítrustu smitgát og varúð í umgengni við aðra en sóttkví er ekki nauðsynleg,“ segir í skýrslunni.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður skýrslunnar.

- Auglýsing -

Miðað við forsendur verkefnisins er sýkla- og veirufræðideild Landspítala (SVEID) ekki í stakk búin til að vinna nema 500 veirusýni á dag (fyrir farþega) á verkefnistímanum. Til að auka afkastagetu þarf að bæta tækjabúnað, mönnun og aðstöðu SVEID en miðað við fyrirliggjandi áætlanir er í fyrsta lagi hægt að auka afkastagetu í 1000 sýni á dag eftir
miðjan júlí. Að auki er mikilvægt að líta til þess að ef upp koma hópsýkingar og smit eykst í samfélaginu munu þau sýni hafa forgang fram yfir sýni úr einkennalausum komufarþegum. Aðkoma annarra greiningaraðila er mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna en ekki
hefur verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið.

Huga þarf sérstaklega að birgðastöðu sýnatökusetta en á birgðastöð eru
í dag ekki nema 10.000 sett.

Sú óvissa sem ríkir um fjölda komufarþega á verkefnistímabilinu gæti stofnað verkefninu í hættu þar sem farið gæti verið fram úr afkastagetu þess og þeim fyrirheitum að taka sýni hjá öllum komufarþegum varpað fyrir róða. Þetta á við hvort heldur sem er á skilgreindu tímabili eða mögulegu framhaldi þess þar sem væntingar um sýnatöku kunna að
vera forsenda fyrir ferðalagi til Íslands.

Óháð verkefninu er nauðsynlegt að fara í þær úrbætur á SVEID sem gera deildinni kleift að sinna með fullnægjandi hætti hlutverki sínu sem rannsóknarstofa smitsjúkdóma. Núverandi afkastageta deildarinnar, tækjakostur, aðstaða og mönnun er veikleiki í sóttvörnum og
almannavörnum landsins m.t.t. nýrrar bylgju COVID-19 eða faraldra
annarra smitsjúkdóma.

Verkefnisstjórnin telur að unnt sé að skila niðurstöðum á u.þ.b. 5 klst. frá því síðasta sýni er tekið úr farþegum viðkomandi flugvélar á Keflavíkurflugvelli frá morgni og fram eftir degi. Sýni sem berast SVEID eftir kl. 17 verða greind næsta morgun nema mönnun verði aukin. Fyrirséð er að greining sýna frá öðrum landamærastöðvum gæti tekið lengri tíma, sérstaklega ef senda þarf sýnin landshorna á milli.

Kostnaður á hvert sýni er áætlaður undir 50 þúsund krónum svo framarlega sem tekin eru fleiri en 107 sýni á dag. Kostnaðurinn fer lækkandi með fjölgun sýna og er tæpar 23 þúsund krónur miðað við 500 sýni á dag.

Nauðsynlegt er að kveða á um í lögum eða reglum um ábyrgð flugrekenda á forskráningu farþega til að fækka smitandi einstaklingum sem gætu komið til landsins, til að sýnatökuferlið geti gengið hratt og vel fyrir sig og til að auðkenna þá farþega sem framvísa vottorðum eða velja að fara í sóttkví.

Nauðsynlegt er að frávísunarheimildir á landamærum séu skýrar gagnvart þeim sem ekki ætla að hlíta sóttvarnaráðstöfunum.

Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi verklag um sýnatöku vegna veikinda í landinu, greiningu, smitrakningu, sóttkví og einangrun með því að hafa samhæfingastöð almannavarna og sóttvarna áfram virka til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits.

Upplýsingagjöf til ferðamanna er mikilvægur hluti verkefnisins. Bæta
þarf sérstaklega við virkni Rakning C-19 smáforritsins og upplýsingar til
ferðamanna í því

Skýrsluna má skoða hérna.

Sjá einnig: Ferðamönnum býðst að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -