Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Gekk út eftir að Polanski hlaut verðlaun: „Vel gert barnaníðingur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sesars-verðlaunahátíð frönsku kvikmyndaakademíunnar fór fram í París í gærkvöldi, en hún er sambærileg Óskarsverðlaununum. Nokkrar leikkonur gengu út af hátíðinni þegar Roman Polanski hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn.

Fáir klöppuðu í salnum þegar verðlaunin voru tilkynnt. Adéle Haenel, ein af efnilegri leikkonum yngri kynslóðarinnar, var ein þeirra sem yfirgaf salinn og sést hún veifa hendi og segja „shame“ eða skömm. Haenel hefur sjálf sagt frá kynferðislegri misnotkun sem hún hefur orðið fyrir innan kvikmyndabransans.


Fleiri konur gengu út, þar á meðal Céline Sciamma, leikstjóri kvikmyndarinnar Portrait of a Lady on Fire, sem Haenel leikur aðalhlutverkið í. „Vel gert barnaníðingur,“ sést leikkonan segja þegar hún hefur yfirgefið salinn.

Polanski var ekki viðstaddur hátíðina af ótta við eigið öryggi, en hann hefur verið á flótta eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun á þrettán ára stúlku í Bandaríkjunum árið 1977. Eftir það hefur hann verið ásakaður um fjölda kynferðisbrota.

Fyrr í mánuðinum varð mikil reiði innan kvikmyndageirans sökum þess að Polanski og kvikmynd hans voru tilnefnd, en myndin, An Officer and a Spy, var tilnefnd til tólf verðlauna og hlaut þrenn þeirra í gærkvöldi. Fór svo að franska kvikmyndaakademían sagði öll af sér sökum málsins.

- Auglýsing -

Mótmælt var fyrir utan verðlaunahátíðina í gærkvöldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -