Laugardagur 20. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Giftar konur fá það sjaldnar en eiginmennirnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lengi hefur gengið flökkusaga um hugtakið orgasm gap, eða fullnægingabilið, þar sem því hefur verið haldið fram að gagnkynhneigðir karlar fái oftar fullnægingu í kynlífi en gagnkynhneigðar konur.

Nú hefur rannsókn í Brigham Young-háskólanum í Bandaríkjunum staðfest það að einhverju leyti. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að 49% giftra kvenna segjast ávallt fá fullnægingu í kynlífi með eiginmönnum sínum en 87% kvæntra karlmanna segist alltaf fá það þegar þeir stunda kynlíf.

Við framkvæmd rannsóknarinnar var farið yfir gögn frá tæplega sautján hundruð, gagnkynhneigðum pörum.

Kynin voru spurð út í tíðni fullnæginga í sitthvoru lagi. Þá voru þau einnig spurð um hve oft þau héldu að maki sinn fengi fullnægingu og almennt um hve vel þau væru fullnægð í sambandi sínu og kynlífi.

Í rannsókninni kemur einnig fram að 43% karlanna voru á villigötum með hve oft eiginkonur þeirra fengu fullnægingu í kynlífi. Þá hélt fjórðungur karlmannanna því fram að konurnar þeirra fengju oftar fullnægingu en raun var. Ekki kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar hvort konurnar væru að gera sér upp fullnægingar eða hvort karlmennirnir gætu ekki borið kennsl á það þegar eiginkonur þeirra fá fullnægingu í kynlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -