Fimmtudagur 29. febrúar, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Grafarvogsbúar í sálarkrísu eftir heimsókn til elítunnar: „Allt svo fallegt, smart og vel gert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birna Katrín Sigurðardóttir, íbúi í Grafavogi, er í sálarkrísu eftir nýlega heimsókn í Garðabæ. Þar fannst henni allt miklu fallegra og betur gert en í hennar heimahverfi. Fjölmargir Grafarvogsbúar virðast í sömu krísu á meðan aðrir gleðjast yfir hverfinu sínu.

„Þeir eru nú varla margir gosbrunnarnir í Garðabæ er það? 🙂 Og ekki mörg torg þar heldur,“ segir Einar Karl nokkur í umræðunni um fegurð hverfanna þar sem hann tekur upp hanskann fyrir Grafarvoginn. Í heitum umræðum inni í hverfisgrúbbu Grafarvogsbúa á Facebook er Einar með mörg skoðunarsystkin þó fjölmargir kvarti þar einnig undan hverfinu. 

Sú sem stofnar til umræðunnar er Birna Katrín. Brá mér í Garðabæinn og skoðaði mig um víða. Mikið afskaplega finnst mér Grafarvogshverfið óspennandi til samanburðar. Í Garðabænum er allt svo fallegt, smart og vel gert. Leiksvæði, gönguleiðir, verslun, veitingastaðir og þjónusta til fyrirmyndar. Miðað við íbúafjölda í Grafarvogi finnst mér hverfið vera þreytt og úr sér gengið. Leiksvæðum barna er ekki vel við haldið. Það er ekkert huggulegt kaffihús né matsölustaður, engir gosbrunnar né falleg torg með pöllum og einhverjum kósýheitum. Er virkilega ekkert frumkvæði hjá Reykjavíkurborg til fegurðarauka í þessu hverfi okkar? Að mínu mati vantar einnig einhverja sýn hjá okkur íbúum til vekja Grafarvoginn úr þessu dái. Hvað segið þið?, segir Birna Katrín.

Margrét Sæberg Þórðardóttir leggur sitt til málanna og segir að það skorti yfirstjórn í hverfið. Það vantar bæjarstjóra í Grafarvog. Dagur pælir bara í hjólastígum í Vesturbænum og 101, segir Margrét. Emma Þórunn Blomsterberg er heldur ekki hrifinn af stefnu borgarstjóra. Dagur og hans hyski hata öll úthverfi þannig að það verður ekkert gert hér fyrr en hann fer frá völdum, segir Emma.

Hjördís Guðmundsdóttir er hverfissystrum sínum sammála og telur margt í niðurníslu í hverfinu sínu. Sammála mér finnst allt í niðurníslu. Garðar illa hirtir, gangstéttir allar brotnar og bara stórhætta. Ég held að borgin ætti að fara að girða sig í brók, segir Hjördís.
Þessu er Tinna Rut hins vegar mjög ósammála. Finnst búið að bæta alla rólovelli allavega her i rimahverfi og góðir göngustígar utum allt. Við erum með marga fallega staði. Ef þu byggjir í garðabæ væriru eflaust með fullt af ómögulegum stöðum þar líka, segir Tinna. Á þeim buxum er Pernilla Sif Olsen Gísladóttir líka. Mjög ósammála þér … yndislegt að búa í Grafavogi, allt svo fallegt og svo yndisleg göngugatan í rimahverfinu, skítt með einhverja matstaði eða bari, segir Pernilla. Sævar Einarsson Grafarvogsbúi er óánægður með umræðuna og hvetur hina óánægðu til að flytja eitthvað annað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -