Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Einar Þorsteinsson: „Mér finnst vont að sjá fólk enn fast inni í göt­um sín­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs, vill að Reykjavíkurborg fjárfesti í snjóruðningstækjum því efla þurfi viðbragð borgarinnar til muna þegar kemur að snjómokstri. Snjóruðningstæki og verktakar á vegum borgarinnar hafa haft í nægu að snúast við að hreinsa stofnæðar undanfarna daga og margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið innlyksa í húsum sínum vegna ófærðar.

„Mér finnst koma vel til greina að Reykja­vík­ur­borg kaupi snjóruðnings­tæki sem geta sinnt húsa­göt­um sam­hliða því að verk­tak­ar sinni snjómokstri á stofn­braut­um og tengi­veg­um inn í hverf­in. Viðbragðið við þessu áhlaupi hef­ur verið í sam­ræmi við þann viðbúnað sem er til staðar. Það hafa verið á bil­inu 9-21 tæki að moka göt­ur og stíga frá því á föstu­dags­kvöld. Efri byggðir hafa verið í for­gangi en mér finnst vont að sjá fólk enn fast inni í göt­um sín­um á þriðja degi,“ seg­ir Ein­ar.

Egill Helgason fjölmiðlamaður varar við brjálæðislegri hálku á götum bæjarins, en eins og hverjum manni er kunnugt kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu um helgina. „Það er brjálæðislega hált á götum bæjarins. Snjóbræðslukerfið í Miðbænum hefur ekki undan svo það er mannskaðafæri. Verður að gera eitthvað í þessu fljótt. Borgin þarf að gera eitthvað í þessu og eigendur verslana og veitingahúsa líka. Leiðinlegt að brotna i jólatíðinni,“ segir Egill.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -