Föstudagur 26. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Gunnar hraunar yfir starfsfólk borgarinnar: „Getur ekki verið svona heimskt, latt eða ótillitssamt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, forsprakki Sósíalistaflokksins, gagnrýnir harðlega starfsfólk Reykjavíkurborgar og segist hann ekkert skilja í því hvers vegna miðborgin hafi ekki verið gerð aðgengileg göngufólki í vetrartíð undanfarinna daga. „Það er með öllu óskiljanlegt. Fólkið getur ekki verið svona heimskt, latt eða ótillitssamt,“ segir Gunnar Smári ákveðinn.

Gagnrýni sína á borgarstarfsfólk setur sósílaistaforinginn fram í nýjum pistli á Facebook. Þann ritaði Gunnar Smári eftir að hafa reynt sjálfur að ganga um miðbæinn í dag en við illan leik.

„Ég labbaði eftir Laugaveginum út í bakarí, í eina búð að kaupa gjöf og svo neðst á Skólavörðustíginn að kaupa linsubaunir hjá frökkunum í Hyalin. Allt voru þetta fallegar búðir með góða vöru, kaupmenn glaðir og ræðnir. Færðin á gangstéttum og götum var hins vegar til stórkostlegrar skammar fyrir fólkið sem hefur boðið sig fram til þjónustu við borgarbúa og verið til þess kjörið.
Fyrir mörgum árum kom ég til Pétursborgar í ríki Pútín. Þar hafði kyngt niður snjó og frost var hart. Sums staðar mátti sjá hrauka af snjó sem hafði verið ýtt eða mokað svo hann væri ekki fyrir fólki. Að öðru leyti voru allar götur og gangstéttir auðar. Ég spurði hvernig borginni væri haldið snjólausri. Við mokum snjónum burt og sturtum honum ofan í Nevu, var mér sagt.
Auðvitað er annað loftslag í Pétursborg en í Reykjavík. Þegar veturinn kemur þar austur frá heldur hann tökum sínum fram til vors. Í Reykjavík eru oft umhleypingar, snjórinn frá helginni getur rignt niður á morgun. En það á ekki við um snjóinn sem féll á föstudaginn. Þá var vitað að fram undan væri langur frostakafli, eiginlega eins langt og hægt væri að spá. Og snjókomunni var spáð með viku fyrirvara eða svo.
Það er með ólíkindum að fólkið sem mært hefur göngugöturnar niður í bæ og hinn líflega túrista-miðbæ hafi ekkert gert til að halda götunum göngufærum á mestu verslunardögum ársins og yfir ferðamannakúfinn kringum hátíðirnar. Það er með öllu óskiljanlegt. Fólkið getur ekki verið svona heimskt, latt eða ótillitssamt. Helst má ætla að það sé einhver húsasótt í Ráðhúsinu, sem veldur því að allt fólk sem þar starfar sér á eftir krónunum sem fara í að moka snjó og salta, snjó sem myndi hvort sem er rigna niður á morgun. Eða í næstu viku. Eða í næsta mánuði, sem er á næsta ári.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -