Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Tíu áramótabrennur í Reykjavík í ár – Veðurspáin lofar góðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu um áramótabrennurnar sem verð í ár og eru þær tíu talsins.

Í þetta sinn verða tvær stórar og átta litla brennur. Hægt er að lesa tilkynningu borgarinnar hér fyrir neðan. Veðurstofa Íslands spáir -1°C og fjórum metrum á sekúndu þegar brennurnar eiga að flestar að hefjast. Þá verður léttskýjað og þurrt.

„Nú er hlaðið í brennur eftir þeim reglum sem gilda um það sem má brenna – en það er aðeins ómálað timbur. Áramótabrennur eru alla jafna á tíu stöðum í Reykjavík.

Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka. Gott eftirlit og vöktun er með brennum og svo er slökkt í þeim tímalega um kvöldið.

Hvar verða brennur í Reykjavík?

Kveikt verður á áramótabrennum á gamlárskvöld.

  • Við Ægisíðu, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, tendrað kl. 21:00.
  • Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, kl. 20:30.
  • Við Jafnasel, lítil brenna, kl. 20:30.*
  • Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, kl. 20:30.
  • Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15:00)

*Brenna sem hefur verið við Suðurfell fellur niður því þar er nú framkvæmdasvæði vegna gerðar Arnarnesvegar. Lítil brenna verður í staðinn við Jafnasel kl. 20:30 og verður brennutími ein klukkustund. “

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -