Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Greiddu út 600 milljónir í arð og nýta svo hlutabótaleiðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Olíufélagið Skeljungur hefur nýtt hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar frá aprílmánuði á móti skertu hlutfalli starfsmanna félagsins. Skömmu áður en félagið hóf að nýta leiðina greiddi það út 600 milljónir króna í arð til hluthafa félagsins og keypt eigin bréf fyrir 186 milljónir seinna í sama mánuði.

Stundin fjallar um málið og er þar vísað í svör forstjóra Skeljungs, Árna Péturs Jónssonar. Hann segir að ákvörðunin um að greiða út arð hafi verið tekin í febrúar en arðurinn var greiddur út í apríl. Hann segir einnig að hlutabótaleiðin hafi ekki verið nýtt fyrir svo marga starfsmenn félagsins. Í frétt Stundarinnar segir að launagreiðslur úr atvinnuleysissjóði til Skeljungs hafi numið um sex til sjö milljónum króna í apríl.

Fréttablaðið fjallar einnig um málið í dag. Þar segir að rúmlega helmingur starfsfólks félagsins sé í skertu starfshlutfalli. Þar er haft eftir Árna að tilgangurinn sé að koma í veg fyrir uppsagnir og þannig halda ráðningasambandi við starfsmenn. Hann greinir einnig frá því að laun stjórnarmanna hafa verið lækkuð um 30 prósent. Hann reiknar með að allir starfsmenn Skeljungs verði komnir aftur upp í 100% starfshlutfall í júní.

Einnig er fjallað um Haga sem hefur sett hluta starfsmanna á hlutabætur. Hagar hafa keypt eigin bréf fyrir 450 milljónir króna frá 28. febrúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -