Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Guðmundur svarar fyrir sig: „Það væri hægt að karpa um túlkanir og rangfærslur út í hið óendanlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar, bregst við yfirlýsingu Daníels Jakobssonar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðar.

„Það væri hægt að karpa um túlkanir og rangfærslur út í hið óendanlega en nú er mál að linni,“ segir Guðmundur Gunnarsson, um viðbrögð meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðar og Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðismanna á Ísafirði, við frásögn Guðmundar í helgarblaðinu Mannlífi.

Eins og kunnugt er hætti Guðmundur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og í upphafi vildu málsaðilar lítið tjá sig um brotthvarf hans úr starfi, þar til ýmsar sögusagnir fóru á kreik um ástæður starfslokanna. Í umræddu viðtali í Mannlífi sagðist Guðmundur sjálfur hafa uppgötvað að ekki hafi verið leitað að stjórnanda þegar ráðið var í stöðuna. „Það var verið að leita að strengjabrúðu,“ sagði hann blátt áfram í viðtalinu.

Þá líkti Guðmundur meirihlutanum, sem samanstendur af tveimur Framsóknarmönnum og þremur Sjálfstæðismönnum með fyrrgreindan Daníel sem oddvita sinn, við plöntuna í Litlu hryllingsbúðinni. Líkt og plantan hefði meirihlutinn aldrei verið ánægður og aldrei fengið nóg.

Í viðtalinu lýsti Guðmundur ennfremur að símtal frá fyrrnefndum Daníel, sem staddur var í Noregi, í desember síðastliðnum sitji mest í honum þegar hann líti um öxl og velti fyrr sér tíð sinni sem bæjarstjóri. „Hann endaði símtalið á því að segja svona í framhjáhlaupi: „Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið.“ Ég man að mér fannst þetta furðulegt og taktlaust og skrýtið. Hver segir svona í gríni eða alvöru? Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í konuna mína og spyrja hana hvort ég brygðist of hart við. Hverju ertu mögulega að koma áleiðis? En eftir á að að hyggja skil ég samhengið.“

Viðtal í Mannlífi við Guðmund Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, vakti töluverða athygli.

Í framhaldi af viðtalinu við Guðmund í Mannlífi sendi meirihlutinn í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Guðmund meðal annars ekki hafa gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra sé. Miðað við frásagnir hans eftir starfslok hafi það ekki uppfyllt væntingar hans. Hann hafi sjálfur kosið að hætta.

- Auglýsing -

Þá birti Daníel í kjölfarið færslu á Facebook þar sem hann sagði meirihlutann hafa reynt að halda í Guðmund bæjarstjóra og lagt til lausnir. Lestur viðtalsins við Guðmund hafi valdið honum vonbrigðum og undrun. Hann hafi verið leiður eftir lesturinn og fundist hann vera úrræðalaus.

Eins og áður kom fram segir Guðmundur í samtali við Mannlíf að hægt væri að karpa um túlkanir og rangfærslur út í hið óendanlega, en nú sé mál að linni. Hann segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið á opinberum vettvangi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -