Fimmtudagur 9. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gunnhildur í Göngum saman: Safna fé til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laugardaginn 4. júní verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK og er markmiðið að ganga hina frábæru gönguleið Þórsgötu og safna um leið áheitum til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini.

„Viðburðurinn Göngum saman í Þórsmörk var haldinn í fyrsta sinn í fyrra,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, sem er í hópi þeirra sem standa að viðburðinum, en hún greindist með brjóstakrabbamein á sínum tíma. „Bjarni Freyr hjá Volcano Trails hafði samband við mig einn daginn og spurði hvort við hjá Göngum saman værum til í samstarf. Þetta var svo kærkomið boð sem mér leist strax vel á og stjórn samþykkti strax. Það er skemmst frá því að segja að það var uppselt í ferðina, en alls tóku 300 manns þátt í henni. Einnig var uppselt í gistinguna svo færri komust þar að en vildu, en um mjög fjölbreytta gistimöguleika er að ræða.

Gunnhildur Óskarsdóttir

 

Fjölmargir elska Þórsmörkina og þarna var kærkomið tækifæri til að fara í Mörkina í góðum félagsskap. Það skipti ekki máli hvort fólk kom einsamalt eða með félaga eða jafnvel allri fjölskyldunni; allir nutu sín vel.“

Gunnhildur Óskarsdóttir

Markmið þess hefur frá upphafi verið að styrkja íslenskar grunnrannsóknir á eðli og orsökum brjóstakrabbameins.

- Auglýsing -

Það er vitað að göngur og hreyfing hafa góð áhrif á líkama og sál.

„Göngur hafa svo góð áhrif á líkama og sál og Göngum saman-ævintýrið byrjaði með göngum en félagið á rætur í grasrótarstarfi 22 kvenna sem tóku þátt í Avon-göngu í New York haustið 2007, en þar var gengið eitt og hálft maraþon til fjáröflunar fyrir rannsóknir og meðferð á brjóstakrabbameini. Við heimkomuna var ákveðið að halda göngunni áfram og var félagið stofnað í september 2007. Markmið þess hefur frá upphafi verið að styrkja íslenskar grunnrannsóknir á eðli og orsökum brjóstakrabbameins og flýta fyrir bættri meðferð og auknum lífslíkum.“

Gunnhildur Óskarsdóttir

Fyrir mér hafa göngur verið afar mikilvægar þó ég sjálf hafi ekki getað tekið þátt í seinni tíð.

- Auglýsing -

 

Veita styrki

Gunnhildur greindist með brjóstakrabbamein árið 1998 sem síðan dreifði sér. „Fyrir mér hafa göngur verið afar mikilvægar þótt ég sjálf hafi ekki getað tekið þátt í seinni tíð vegna veikinda minna. Ég stýri á bak við tjöldin en við erum með einvalalið í stjórn og nefndum, auk öflugra félaga sem vinna vinnuna og eru alltaf til taks og halda merki félagsins á lofti. Við höfum haldið úti vikulegum göngum í Reykjavík og á Akureyri og fyrstu 10 árin stóðum við fyrir fjáröflunargöngum á landsvísu og var þá gengið á allt að 16 stöðum á landinu þegar mest lét. Síðan höfum við verið eitt af þeim góðgerðafélögum sem hægt er að hlaupa fyrir og heita á í Reykjavíkurmaraþoninu. Stofnun Göngum saman var mér afar mikils virði og hefur gefið mér mikið. Félagsskapurinn er mjög gefandi og við höfum í gegnum tíðina gert margt skemmtilegt svo sem haldið brjóstaball í Iðnó, prjónað lopabrjóstahúfur og haldið skemmtanir og listaverkauppboð.“

Gunnhildur Óskarsdóttir

Við höfum veitt styrki fyrir næstum 120 milljónir frá upphafi.

Gunnhildur hefur verið formaður frá upphafi en félagið verður 15 ára í haust. „Mér þykir mjög vænt um félagið og veit að við erum að vinna gott starf. Það er svo gott að geta lagt góðu málefni lið og gott að geta boðið öðrum að taka þátt.

Við höfum veitt styrki fyrir næstum 120 milljónir frá upphafi. Styrkþegarnir eru upp til hópa meistara- og doktorsnemar auk annarra rannsakenda við Háskóla Íslands og Landspítalann. Grunnrannsóknir eru langhlaup, þær taka tíma og þolinmæði á rannsóknarstofum um allan heim. Það þarf að skrifa um þær og kynna þær. Saman eru vísindamenn um allan heim að vinna að því sama og við erum stolt af því að leggja okkar lóð á vogarskálarnar ásamt öllum þeim sem styðja okkur til dæmis með þátttöku í Þórsmerkurgöngunni. Fólk er svo þakklátt fyrir að geta lagt sitt af mörkum og nú er tækifærið. Tækifærið var líka mæðradagsvikuna þegar bleikir snúðar voru til sölu í Brauð & co í Reykjavík. Nú fær fólk annað tækifæri og það sem er svo frábært við Þórsmörk að þar er alltaf gott veður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -