Öðlingurinn Gústaf Níelsson er skemmtilegur og skoðanaglaður maður; liggur hreint ekki á þeim þegar sá er á honum gállinn – sem er reyndar nánast alltaf, og gaman að því.
Í færslu á Facebook-síðu sinni gerir hann mál tónlistarsnillingsins Megasar, sem sakaður hefur verið nýlega um kynferðisbrot.
Gefum Gústafi orðið:
„Okkar manni er ósklljanlegt hvers vegna Megas þarf að vera skotspónn nútíma öfgafemínisma, þótt vel kunni hann að að vera veikur á svellinu að þeirra mati,“ ritar Gústaf og bætir svo þessu við að lokum:
„Auðvitað er listamaður listamaður, alveg óháð því hvað nútíma kvenfrelsurum þykir.“
Í athugasemd við færslu öðlingsins Gústafs ritar Kristinn Sigurjónsson þetta:
„Það mun ekki standa í feministunum á alþingi að láta dylgjur duga til að svifta hann listamannalaunum og ærunni. Þær sviftu þingmann ærunni af því að hann stóðst ásókn blaðakonu sem ætlaði að véla upp úr honum upplýsingar og svo hreinsuðu þær bestu þingmenn af framboðslistum. Svo þetta á ekki eftir að standa í þeim.“