Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Handhafar P-korta fá að aka um göngugötur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í janúar taka ný lög gildi sem heimila handhöfum P-korta akstur um göngugötur.

 

Ákvæði í nýjum umferðarlögum, sem taka gildi þann fyrsta janúar, heimila handhöfum stæðiskorta fyr­ir hreyfi­hamlaða (P-korta) að aka um göngugötur og leggja í merkt stæði.

„Hreyfihamlað fólk hefur hingað til ekki notið undanþágu frá akstursbanni um göngugötur, en það breytist nú,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ).

Í tilkynningunni kemur einnig fram að málefnahópur ÖBÍ um aðgengi hafi unnið hörðum höndum að þessu máli.

Í ákvæðinu segir að þrátt fyrir að umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu sé óheimil er umferð akstursþjónustu fatlaðra, handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga heimil.

„Því má segja að loksins standi göngugötur hreyfihömluðum opnar, og þeir geti, eftir gildistöku laganna, nú loksins nýtt sér þær eins og ófatlaðir. Fatlaðir vilja fara um göngugötur líkt og aðrir, og vilja og þurfa að sækja þangað þjónustu, verslun, búið við göngugötu eða sótt fólk heim sem þar býr. Nú hefur enn einni aðgengishindruninni verið rutt úr vegi, “ segir einnig í tilkynningu frá ÖBÍ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -