Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Harry og Meghan alfarin frá Kanada

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa yfirgefið Kanada og sest að á nýju heimili í Los Angeles. Þau flugu með einkaflugvél til nýju heimkynnanna rétt áður en landamærunum milli Kanada og Bandaríkjanna var lokað í vikunni, samkvæmt heimildarmanni breska slúðurblaðsins The Sun.

Samkvæmt sama heimildarmanni eru hjónin nú í útgöngubanni í nýja húsinu, sem staðsett er rétt hjá Hollywood, ásamt Archie syni sínum. Hann segir jafnframt að flutningurinn hafi átt sér langan aðdraganda og þegar ljóst varð að landamærin væru að lokast hafi þau flýtt förinni.

„Þau áttuðu sig á að Kanada myndi ekki henta þeim af ýmsum ástæðum,“ segir heimildarmaðurinn ónafngreindi. „Og þau vildu hafa aðsetur í Los Angeles. Þar hafa þau gott stuðningsnet. Þar eru nýju umboðsmennirnir þeirra, kynningarfulltrúarnir og þeir sem sjá um viðskiptahliðina á starfsemi þeirra. Meghan á marga vini þar og svo að sjálfsögðu móður sína, Doriu.“

Samkvæmt The Sun eru aðrir meðlimir bresku drottningarfjölskyldunnar steinhissa og skelkaðir yfir þessu nýja útspili hjónakornanna, sem sumir hafa kallað Megxit 2, þar sem fjölskyldan hafi álitið að þau myndu hugsanlega snúa aftur til Bretlands til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Eins og fram hefur komið í fréttum er faðir Harrys, Karl Bretaprins, sýktur af COVID-19 og í einangrun í Skotlandi og hin öldruðu drottningarhjón, Elísabet drottning og Filip hertogi af Edinborg, eru í sjálfskipaðri einangrun.

Flutningar hjónanna koma í kjölfar tilkynningar frá Disney-kvikmyndafyrirtækinu um frumsýningu nýrrar heimildarmyndar um fíla þar sem Meghan er þula.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -