Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Hatarar með yfirlýsingu gegn hernámi Ísrael á sínum fyrsta blaðamannafundi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fréttamannafundi Hatara í Ísrael lýstu Hatarar yfir að sveitin vilji sjá enda á hernámi Ísrael í Palestínu. Á fundinum kom fram að Hatarar hyggist halda sig við reglur keppninnar þegar kemur að beinni þátttöku og á sviði.

„Við myndum vilja sjá enda á hernáminu eins fljótt og auðið er þannig að friður mun ríkja. Við erum vongóð,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, meðlimur Hatara, á fundinum. Rúv greinir frá því að mikill áhugi hafi verið fyrir fundinum sem var fyrsti fréttamannafundur Hatara frá komunni til Ísrael.

Sema Erla ósátt við þátttöku Hatara „á meðan gestgjafinn myrðir saklausa borgara í næsta nágrenni“

„Það er sorglegt að hugsa til þess að fulltrúar íslensku þjóðarinnar í Eurovision láti vel um sig fara á sólarströnd og undirbúi sig undir að sýna listir sínar á meðan gestgjafinn myrðir saklausa borgara í næsta nágrenni,“ skrifar Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur, á Facebook.

Sjá einnig: Fyrsta æfing Hatara í Ísrael gekk vel

Sema vitnar þar til þátttöku Hatara fyri hönd Íslands í Eurovision sem fer fram í Ísrael. Nokkuð umdeild er þátttaka Íslands í keppninni þar sem margir telja að Ísland ætti að sniðganga Ísrael og keppnina.

Hatarar eru í Ísrael að undirbúa þátttöku sína. Meðal annars hafa verið flutta fréttir af því að fyrsta rennsli sveitarinnar hafi gengið vel.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Hatarar séu þátttakendur í „áróðursmaskínunni“ þvert á eigin hugmyndir um sérstöðu

Sema bendir á að meðal hinna látnu á síðustu dögum sé þunguð kona og eins árs gamalt barn. „ Það er skammarlegt að Ísland, sem hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu, hafi sent fulltrúa í Eurovision sem tekur nú beinan þátt í hvítþvotti ísraelskra stjórnvalda og ímyndarherferð þeirra í gegnum keppnina á meðan saklaust fólk er myrt í 70 kílómetra fjarlægð. Það er ekki of seint að draga sig úr keppni og sýna palestínsku þjóðinni raunverulegan stuðning í verki!“

Mynd / Magnús Andersen fyrir Grapevine

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -