Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hatursorðræða í garð gyðinga og múslima á Íslandi yfir öll mörk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í umræðunni um þátttöku Íslands í Eurovision í Ísrael hafa ýmsir haft tilhneigingu til að setja málið fram eins og átök Ísraela og Palestínumanna séu á ábyrgð allra gyðinga og allra múslima og ekki dregið af sér í fordæmingum á hvorum hópnum fyrir sig. Hvernig finnst almennum gyðingum og múslimum á Íslandi að sitja undir þessum málflutningi?

Í nýjasta tölublaði Mannlífs, sem kemur út á morgun, er rætt við Jessicu LoMonaco, sem er gyðingur og Nazimu Kristín Tamimi, sem er múslimi en þær eru sammála um að hatursorðræðan í garð gyðinga og múslima í aðdraganda Eurovision hafi farið yfir öll mörk og sé orðin verulega hættuleg.

„Mér finnst fólk vera farið að samþykkja þetta múslimahatur meira. Það lætur þessar skoðanir sínar mun meira í ljós og er bara ekkert feimið við það lengur,“ segir Nazima.

Jessica tekur í sama streng. „Það sem skelfir mig mest er að fólk yppir bara öxlum og lætur eins og þessi umræða sé eðlileg. Skynsamasta fólk leiðir þessa umræðu bara hjá sér og jafnvel afsakar hana og það hefur valdið hættulegri þróun. Það hræðir mig.“

Lestu ítarlegt viðtal við Jessicu og Nazimu í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -