Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hefur horfst í augu við dauðann oftar en einu sinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson byrjaði í kringum sextán ára aldurinn að vinna við tónlist og segir það of langt mál að telja upp alla þá snillinga sem hann hafi unnið með í gegnum tíðina. Hann vinnur nú að nýrri tónlist og segist vera margbreytilegur karakter með margar hliðar sem þvælist oft fyrir hver annarri. Einar Ágúst er undir smásjánni að þessu sinni.

 

Fullt nafn: Einar Ágúst Víðisson
Aldur: 46
Starfsheiti: Tónlistarmaður. Öryrki.
Áhugamál: Tónlist, útvarp, sjónvarp. Það væri auðvitað þjóðráð að finna sér áhugamál sem lýtur ekki að vinnunni en ef ég fæ áhuga fyrir einhverju fer ég að vinna við það á einhvern hátt.
Á döfinni: Ég er að vinna nýja músík undir eigin nafni og með Skímó.
Hvað færðu þér í morgunmat? Kaffi. Mér leiðist að borða og þurfa að hafa fyrir því. Ég kann ekkert að elda og þurfti að gúggla hversu lengi ætti að sjóða egg þegar ég flutti tímabundið austur á Norðfjörð fyrir nokkrum árum.
Hvað óttastu mest? Að vera ekki í núinu. Annars er ég hákarlafælinn og ætli ég óttist ekki óttann sjálfan hvað mest. Ég leitast eftir æðruleysi. Óttalaus er æðrulaus maður eins og segir og ég hef sem betur fer orðið svo lánsamur að finna, læra og nota hluti og nokkrar aðferðir sem gagnast þar hvað best en til að vera alveg heiðarlegur þá er ég oft þjakaður af gallsvörtu þunglyndi og kvíða sem hafa hrjáð mig frá því ég man eftir mér sem ég einmitt verð að vera vakandi gagnvart og eiga verkfæri við.

„Samfélagið býður bara ekki upp á marga raunverulega, árangursríka valkosti við því sem hrjáir fólk eins og mig.“

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Það held ég ekki. Ég held það sé allt upp á borðum bara. Ef ég færi að reyna einhverjar upptalningar á sigrum eða hæfileikum eins og einn kollegi minn er svo duglegur við að minna okkur á opinberlega mætti kannski finna eitthvað sem ég hef gleymt.
Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að vakna í morgun! Annars hef ég horfst í augu við dauðann oftar en einu sinni. Það hefur þá helst verið í gegnum ógæfuna hér í the old days, og þó svo ég hafi leitað mér „lækninga“ með ólyfjan var það klárlega verið mesta áhættan. Samfélagið býður bara ekki upp á marga raunverulega, árangursríka valkosti við því sem hrjáir fólk eins og mig.
Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? „Iss það er ekki neitt! Einar frændi minn …“
Hver myndi leika þig í bíómyndinni? Ef ég færi yfir móðuna miklu núna, Björgvin Franz. Ási Goði, elsti guttinn minn, færi vel með unglingsárin, 17 ára gangandi eftirmynd föður síns. Hann hefur sem betur fer einstakt lundarfar móður sinnar ofan á líkindin með föður sínum.

„Ég er eilífðarunglingur með blæti fyrir teiknimyndum fyrir fullorðna.“

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Ég er nýbúinn með Altered Carbon. Er að fikra mig áfram með The Outsider. Annars hefur mér sýnst vera hlé á mörgum af þeim seríum sem hafa farið hvað hæst síðustu árin. Ég er eilífðarunglingur með blæti fyrir teiknimyndum fyrir fullorðna: Family guy, American Dad, South Park, Duncanville og hæst trónir Brickleberry sem er rakin djöfulsins snilld sem fer langt út fyrir þægindaramma flestra.
Hvað geturðu sjaldnast staðist? Freistingar og þetta klassíska, sælgæti.
Hvaða smáforrit er ómissandi? Face, Snap, Insta, Twitter, tölvupóstur, Messenger, OnSong, Nova, Voice memos. Ég er tölvunörður svo ég gæti haldið lengi áfram.
Hvaða tjámerki (emoji) notarðu oftast? Smiley sem er með svona lokuð brosandi augun og munninn. Ekki orginalinn. Svo nota ég „high-five“ táknið mikið en vil þó frekar túlka það þá eins og við mörg sem héldum upphaflega að þetta væri svona „biðja“ tákn eða þá einnig eins og maður væri að leggja saman hendur í þakklætisskyni að austurlenskum sið. Þannig líður mér alltaf með það tákn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -