Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Helga Vala opnar sig: „Stundum lendum við í ástarsorg og það er hluti af lífinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Lífið er ekki alltaf dans á rósum, sem er auðvitað algjör mótsögn því það getur ekki verið þægilegt að dansa á rósum, en þetta er lífið og á því þroskumst við,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis.

Helga Vala er stóru og persónulegu viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs. Í viðtalinu segist hún meðal annars vera hamingjusöm og segir að lykilinn að lífshamingjunni sé að skilja ekki ágreiningsmálin eftir.

„Það þarf að mæta þeim og klára þau. Lífið er ekki alltaf dans á rósum, sem er auðvitað algjör mótsögn því það getur ekki verið þægilegt að dansa á rósum, en þetta er lífið og á því þroskumst við.

Við megum stundum vera sorgmædd og stundum verðum við fyrir vonbrigðum með okkur sjálf eða aðra. Stundum lendum við í ástarsorg og það er hluti af lífinu og við komum sterkari út úr svona reynslu.

Ég held að ef maður nær að tækla vonbrigði einhvern veginn þá geri það mann sterkari og að betri manneskju. Lífsreynsla mín hefur bætt mig og gert mig víðsýnni. Hún hefur líka orðið mér til góðs í störfum mínum bæði í lögmennskunni og á Alþingi. Þannig breytir maður erfiðri reynslu í styrkleika.“

Lestu viðtalið við Helgu Völu í nýjasta tölublaði Mannlífs.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -