Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.1 C
Reykjavik

Hera talaði um kindur við Peter Jackson

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir, sem nú gengur undir nafninu Hera Hilmar, leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður þann 14. desember næstkomandi. Myndinni er beðið með mikillar eftirvæntingu en hún er byggð á bókaröð eftir Philip Reeve.

Á vefsíðunni Major Spoilers er birt viðtal við Heru sem tekið var á setti myndarinnar fyrir ári síðan. Í viðtalinu rifjar Hera til að mynda upp hvernig það var að fara í prufu fyrir hlutverkið, en einn af handritshöfundum myndarinnar er sjálfur Peter Jackson, sem leikstýrði til dæmis myndunum um Hringadróttinssögu.

Peter Jackson á setti.

Huggulegt að tala um sauðfé

Peter var einmitt einn af þeim sem tók Heru í prufu, ásamt Fran Walsh, öðrum handritshöfundi og leikstjóranum Christian Rivers.

„Já, það var pínulítið skrýtið því ég vissi ekkert,” segir Hera. „Ég hafði ekki lesið handritið þá. Þannig að þau voru bara að segja mér frá sögunni og handritinu og öllu. Og já, svo var Peter raunar ekki þarna þegar við hófum samtalið. Hann kom seinna. Og við byrjuðum bara að tala um kindur,” bætir hún við og vísar í fyrrnefndan Peter Jackson. Þá spyr blaðamaður af hverju þau hafi byrjað að tala um kindur.

„Æi, við vorum að bera saman Ísland og Nýja-Sjáland. Og hann sagði að þau væru með fullt af kindum,” segir Hera, en Peter er eins og margir vita ný-sjálenskur.

„Þetta var svalt. Þetta var huggulegt. Það var gott að þetta snerist ekki bara um vinnuna. Þetta snerist líka um hvaðan ég var og lífið og kindur. Og ekki bara um augljósa hluti. Það var svalt.”

Lék í eigin áhættuatriðum

Hera talar síðan mikið um gerð myndarinnar Mortal Engines og hlutverkið sem hún leikur, flóttamanninn Hester Shaw. Mikið er um slagsmál í myndinni, en í viðtalinu segist Hera hafa leikið í flestum áhættuatriðunum sjálf.

- Auglýsing -

„Næstum því öllum. Það sem ég gerði ekki var út af tímastjórnun þegar þurfti að taka víð skot og við þurftum líka að halda áfram að taka upp eitthvað annað. En við höfum næstum því öll leikið í okkar eigin áhættuatriðum. Nema það sé of áhættusamt eða varðar fjár- eða tryggingamál. En annars höfum við gert fullt. Það er mikið um hopp, að hanga, að draga, þú veist. Þannig að þetta hefur verið líkamlega krefjandi en mjög gaman. Það er mikið um hlaup. MIkið um hopp. En það er betra en að bara sitja. Það er frábært.”

Hera landar hlutverki í þáttum frá höfundi Mad Men

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -