Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hinir meintu hryðjuverkamenn fá áfram að ganga lausir: „Þetta hefur hvílt þungt á mínum manni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinir meintu hryðjuverkamenn, sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka á Íslandi, fá áfram að ganga lausir.

Í dag hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur gæsluvarðhaldskröfu lögreglu sem krafðist varðhalds á þeim forsendum að meint brot mannanna væru einstaklega alvarleg og því nauðsynlegt að hneppa þá í varðhald vegna almannahagsmuna.

Mennirnir, þeir Ísidór Nathansson og Sindri Snær Birgisson voru handteknir í september en sleppt úr haldi eftir að Landsréttur felldi gæsluvarðhaldi yfir þeim úr gildi á grundvelli endanlegs geðmats en þar kom fram að þeir væru hvorki hættulegir sjálfum sér né öðrum.

Lögreglan fór nú fram á gæsluvarðhald að nýju en á öðrum forsendum, sem sagt ekki vegna almannahagsmuna heldur vegna alvarleika brota þeirra.

Þar sem Héraðsdómur tók ekki undir þau rök fá mennirnir að ganga lausir áfram, þrátt fyrir ákæru vegna undirbúnings hryðjuverka.

Í samtali við Rúv segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna, þetta mikinn létti.

- Auglýsing -

„Mjög svo. Mikið fagnaðarefni. Þetta hefur hvílt þungt á mínum manni og hann hefur átt í miklum erfiðleikum út af þessu, andlega. En auðvitað er þetta bara fyrsti áfangi. Ákæruvaldið tók sér frest hvort það mun kæra þennan úrskurð til Landsréttar,“ sagði Sveinn Andri eftir úrskurð héraðsdóms.

Telur hann að vegna þessa séu engar forsendur fyrir málinu lengur. „Nú er mál að linni að mínu mati,“ segir Sveinn Andri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -