Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

H&M býður brúðarkjól Kate Middleton á 30 þúsund

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kate Middleton, hertogynjan af Cambridge, gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins í apríl árið 2011 og vakti kjóll hennar verðskuldaða athygli.

Vilhjálmur og Kate geisluðu á brúðkaupsdaginn.

Kjóllinn var sérsaumaður af hönnuðinum Alexander McQueen og er metinn á tuttugu til fjörutíu milljónir króna. Það er því ekki á færi almúgans að festa kaup á slíkum brúðarkjól. En nú hefur fatarisinn H&M framleitt kjól sem er um margt líkur kjól Kate. Sá kostar aðeins þrjú hundruð dollara, eða tæplega þrjátíu þúsund krónur.

Eins og kjóll Kate, er kjóllinn úr smiðju H&M með fallegri blúndu að ofan og yfir langar ermarnar. Hann er beinhvítur og afskaplega fallega sniðinn, en auðvitað ekki nærri því jafn fallegur og mikið í hann lagt og kjólinn sem Kate klæddist.

Kjóllinn frá H&M.

Mesti munurinn á upprunalega kjólnum og þeim fjöldaframleidda er líklegast sá að langa og tignarlega slóðann vantar á kjólinn frá H&M, en það var systir Kate, Pippa, sem sá um að halda honum í lagi á stóra daginn, eins og frægt er orðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -