2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Horfði á aðdáendur syngja lögin sín

Söngkonan Katy Perry, sem er hvað þekktust fyrir lög eins og Firework, Roar og I Kissed a Girl, er skemmtileg í nýjum þætti af You Sang My Song á myndbandarás tímaritsins Glamour.

Eins og nafnið gefur til kynna, horfir Katy á aðdáendur sína syngja lögin sín á YouTube og er gaman að fylgjast með viðbrögðum stjörnunnar.

Meðal laga sem hún horfir á eru Unconditionally, Last Friday Night (T.G.I.F), Dark Horse, I’m Still Breathing, Chained to the Rhythm, The One That Got Away og fyrrnefnd Roar, I Kissed a Girl og Firework.

Það er ekki aðeins hressandi að fylgjast með hvernig Katy bregst við að sjá aðra syngja lögin hennar, heldur einnig yndislegt að sjá viðbrögð aðdáenda þegar þeir fá að heyra að söngkonan sjálf eigi eftir að hlýða á flutning þeirra.

AUGLÝSING


Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is