Hún er bara sex mánaða en hárið hennar er stórkostlegt

Deila

- Auglýsing -

Baby Chanco er sex mánaða hnáta frá Japan sem netverjar gjörsamlega elska. Móðir hennar er dugleg að deila myndum af henni á Instagram, en Baby Chanco er með sína eigin Instagram-síðu með rúmlega áttatíu þúsund fylgjenda. Geri aðrir betur!

En hvað er það við Baby Chanco sem er svona einstakt? Jú, það er hárið hennar. Þessi litla stúlka fæddist afar hárprúð, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan:

Síðan þá hefur hárið bara vaxið og vaxið, og nú er Baby Chanco komin með myndarlegan makka sem tekið er eftir um allan heim. Við á Mannlífi getum allavega gleymt okkur við að skoða myndir af þessu litla krútti og látum því nokkrar vel valdar fylgja hér á eftir.

- Advertisement -

Athugasemdir