Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?

Konráð S. Guðjónsson.

Stefna íslenskra stjórnvalda um að betra sé að eiga en að leigja íbúð virðist hafa leitt til óöryggis og sveiflna á leigumarkaði. Þrír hagfræðingar hafa lagt fram tillögur sínar til að sporna við þessum sveiflum, en allar eru þær eru ólíkar í eðli sínu. Gætu þessar breytingar raunverulega leitt til stærri og öruggari leigumarkaðar á Íslandi?

Lágtekjufólk greiddi á Íslandi að jafnaði helming ráðstöfunartekna sinna í leigu árið 2016, meira en á öllum hinum Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Hlutfall íbúa á leigumarkaði var einnig nokkuð lágt miðað við sömu löndin þrátt fyrir aukningu síðari ára, en árið 2016 var það einungis lægra í Noregi. Íslendingar virðast því leigja minna og búa við verri kost á leigumarkaði samanborið við aðrar Norðurlandaþjóðir.

Ólafur Margeirsson.

Þessi staða hefur ekki gerst að sjálfu sér, að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Samkvæmt honum hefur séreignarstefnan sem rekin hefur verið af stjórnvöldum skapað hvata til þess að eiga frekar en að leigja húsnæði. Líkt og Konráð segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur þá hugsun að Íslendingar „eigi að eiga“ húsnæði hafa leitt til meiri skuldsetningar, hærra fasteignaverðs og óstöðugleika á húsnæðismarkaði. Í erindi sem hann hélt á fundi á vegum stéttarfélagsins Eflingar á mánudag sagði hann að ein lausn á þessu vandamáli gæti verið sú að auka aðkomu langtímafjárfesta að leigumarkaðnum á Íslandi, þá einna helst með leigufélögum sem lífeyrissjóðirnir gætu átt og rekið.

Una Jónsdóttir.

Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði tekur undir áhyggjur Konráðs og Ólafs um afleiðingar séreignarstefnunnar. Una veltir því upp hvaða leiguverð gæti talist sanngjarnt og eðlilegt. Þar sem húsnæði sé nauðsynjavara og öruggt aðgengi að þeim séu skilgreind sem mannréttindi samkvæmt Sameinuðu þjóðunum væru ríkisafskipti óumflýjanleg.

Ítarleg fréttaskýring um leigumarkaðinn á Íslandi er að finna í nýjasta tölublaði Mannlífs. Nánar má lesa um málið á vef Kjarnans.

- Auglýsing -

Texti / Jónas Atla Gunnarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -