Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Í dag er stór dagur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í dag er stór dagur,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann segir að í dag sé verið að stíga stór skref í afléttingu á takmörkunum.

Hámarksfjöldi þeirra sem nú mega koma saman fór úr 50 upp í 200 á miðnætti og ýmis starfsemi opnaði með ákveðnum takmörkunum.

„Tveggja metra reglan er orðin valkvæð, upp að vissi marki,“ sagði Þórólfur. Hann segir forvitnilegt að sjá hvort hvort að smitum fjölgi á næstu vikum þegar takmörkunum er aflétt.

Ef allt gengur vel verður þá mögulega hægt að heimila allt að 500 manns að koma saman eftir þrjár vikur. Næstu skref afléttingar eru þó enn í mótun að sögn Þórólfs. Hann segist áfram treysta að almenningur hugsi áfram út í sóttvarnir.

Alma Möller landlæknir hvetur fólk að halda áfram að nota Rakning C-19 appið. Hún segir það sérstaklega mikilvægt núna þegar fólk fer að slaka meira á.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur á fundinum, hún nýtti tækifærið og þakkaði Víði, Þórólfi og Ölmu fyrir vel unnin störf og viðstaddir klöppuðu.

- Auglýsing -

Þetta er síðasti upplýsingafundurinn í bili.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -