Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum fögnuðu á meðan lögreglumenn mótmæla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista að þessu sinni.

 

Góð vika: Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum

Íbúar í Vesturbyggð og á Tálknafirði höfðu sannarlega ástæðu til að fagna í vikunni þegar þær upplýsingar bárust að ekkert af þeim fjögur hundruð og sautján sýnum sem tekin voru úr þeim í sýnatöku Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Íslenskrar erfðagreiningar vegna COVID-19 hefðu reynst jákvæð. Alls fóru þrjátíu og þrjú prósent íbúa svæðisins í sýnatöku en ekkert smit greindist og hefur því enn ekkert smit greinst á sunnanverðum Vestfjörðum frá því að veiran nam land öfugt við nágranna þeirra á norðanverðum Vestfjörðum sem hafa orðið einna harðast fyrir barðinu á vágestinum. Það er vissulega jákvætt þegar allir greinast neikvæðir á þessum veirutímum.

Slæm vika: Lögreglumenn

Í vikunni greip Landsamband lögreglumanna til þess ráðs að birta auglýsingu þar sem fram kemur að lögreglumenn séu enn á sömu launum og árið 2002 að raunvirði, þrátt fyrir miklar launahækkanir annarra stétta á tímabilinu. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í rúmt ár og þrátt fyrir þrotlausar samningaviðræður við ríkið gengur hvorki né rekur. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og geta því ekki gripið til þess úrræðis að fara í verkfall og eru orðnir vondaufir um að fá lausn sinna mála. Forsvarsmenn lögreglumanna segja erfitt um vik að setja nokkurn þrýsting á stjórnvöld vegna verkfallsbannsins en þeir vonast til að auglýsingin hjálpi til við að vekja athygli á stöðunni í launamálum þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -