Inga Sæland: „Hvers vegna hef ég ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri?”

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Inga Sæland, þingkona og formaður Flokks fólksins, gagnrýndi skerðingar á launum aldraðra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. „Nú hellist inn um bréfalúguna skerðingarnar miklu frá tryggingarstofnun.”

Hún sagði það raunhæfan möguleika að losa um fátækragildrur og afnema skerðingar á launatekjum aldraðra. „Það er alveg sannað mál. Það kostar ekki neitt.” Þá taldi hún nauðsynlegt að veita fólki svigrúm og tækifæri að haldast á vinnumarkaði án launaskerðingar. Samdráttur í hagkerfinu væri ekki næg rök til að koma ekki til móts við þennan minnihlutahóp. „Hvers vegna má ekki koma til móts við fátækasta fólkið í landinu?”

„Við vitum það að þúsundir landa okkar sem eru að fylgjast með þessum umræðum eiga ekki eitt einasta orð og hugsa: Hvers vegna hef ég ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri?” sagði Inga og bætti við: „Hvað hef ég gert af mér til þess að þurfa þola það? Að lepja hér dauðan úr skel?“

„Alveg sama hversu gott málið er þá dagar það upp í nefnd,” sagði Inga og benti á að nánast sjálfkrafa væru málefni stjórnandstöðunnar ekki hleypt í gegn. 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira