Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast í nótt. 100 sjúkraflutningsferðir voru farnar síðastliðin sólarhring, þar af 44 flutningar í nótt. Af heildinni voru 25 sjúkraflutningar í forgangsakstri.
„Dælubílarnir fóru í 5 verkefni síðastliðinn sólarhring flest minni háttar eitt stóð þó uppúr en þar hafði kveiknað í jólaskreytingu sem gleymst hafði að slökkva á áður en íbúð var yfirgefin. Sem betur fer varð ekki mikið tjón en skreytingin var borin út á svallir og slökkt í henni þar og svo var reykræst en létt reykjarslæða var komin yfir,“ segir í færslu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á Facebook.
“Munum að slökkva á kertum jafnvel þó herbergi sé yfirgefið í smá tíma“
Hér má sjá færsluna í heild: