Mánudagur 6. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Aðalsteinn og Þórður kæra til ríkissaksóknara: „Greinilegt að það er ekki sama hver er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalsteinn Kjartansson og Þórður Snær Júlíusson hafa kært ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á meintum hótunum Páls Steingrímssonar á hendur þeim.

Líkt og Mannlíf sagði frá í byrjun árs, ákvað lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, að láta rannsókn á kærum Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns Heimildarinnar, Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Heimildarinnar og Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra, gegn Páli Steingrímssyni, niður falla. Kærurnar snéru að meintum hótunum Páls gagnvart þremenningunum. Nú hafa tveir af þeim, þeir Aðalsteinn og Þórður Snær, kært ákvörðun lögreglustjórans til ríkissaksóknara en fyrir neðan má sjá kæru Aðalsteins.

Páll Steingrímsson segir í skriflegu svari til Mannlífs að þeir Aðalsteinn og Þórður Snær eigi rétt á þessu en að hann telji þetta sóun á peningi skattborgara.

„Þeir eiga auðvitað þennan rétt, en hafi þeir lesið yfirheyrsluskýrsluna yfir mér þá ættu þeir að skilja hver er ástæða þess að ég brást svona við, og miðað við vandlætingu Þórðar Snæs vegna þess að lögreglan hefði eytt rúmlega 100 þús í að láta skoða sjúkragögn mín þá hefði maður haldið að hann hefði látið staðar numið, en það er greinilegt að það er ekki sama hver er þegar kemur að því að sólunda peningum skattborgaranna, og kvarta svo á sama tíma yfir því að eyða tíma og peningum miðilsins í málarekstur við einstaklinga út í bæ, það fer ekki saman hljóð og mynd hjá Þórði Snæ svo ekki sé meira sagt …“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -