Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Aðstæður of hættulegar fyrir leit að labradortíkinni sem féll í Seljadalsá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Beiðni um aðstoð sjálfboðaliða við leit að svartri labradortík í nágrenni við Hafravatn hefur verið afturkölluð. Aðstæður á svæðinu þykja of hættulegar fyrir aðra en vana leitarmenn.

Eins og Mannlíf sagði frá í gær er nú leitað að svartri labradortík sem féll í straumharða Seljadalsá í fyrrakvöld. Tíkin barst með straumnum í ánni yfir í Hafravatn þar sem hún hvarf síðan undir ísinn. Hún hefur ekki sést síðan og ekki er vitað hvort hún hafi komist upp úr vatninu annarsstaðar eða ekki.

„Eftir að tvær úr Hundasveitinni fóru á staðinn og ræddu við sérfræðinga frá Hjálparsveit skáta Kópavogi, sérhæfða í svona aðstæðum, þá þurfum við að afturkalla hjálparbeiðni sjálfboðaliða út af hættulegum aðstæðum,“ segir í tilkynningu frá Dýrfinnu, samtökum sem aðstoða við leit að týndum gæludýrum. „Hjálparsveit skáta í Kópavogi ætlar að reyna að koma aftur á morgun og meta þetta betur.“

Svæðið sem um ræðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -