Miðvikudagur 29. júní, 2022
9.8 C
Reykjavik

Svört labradortík féll í Seljadalsá og hvarf undir ísinn á Hafravatni: „Óskum eftir aðstoð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samtökin Dýrfinna, sem hjálpa til við leit að týndum gæludýrum, óska eftir sjálfboðaliðum við leit að svartri labradortík í nágrenni við Hafravatn. Tekið er fram að leitin sé alls ekki fyrir viðkvæma eða börn, aðstæður séu erfiðar og mikilvægt að vera vel búinn.

Í gærkvöldi féll labradortíkin sem um ræðir í straumharða Seljadalsá. Seljadalsá rennur í Hafravatn og er tíkin sögð hafa horfið undir ísinn á Hafravatni og ekki sést síðan. Ekki er vitað hvort hún hafi komist upp annarsstaðar eða ekki. Á síðu Dýrfinnu segir að leit sé í gangi á vegum eigenda en aðstæður séu hættulegar og fólki sagt að fara ekki eitt út að leita.

Svæðið sem um ræðir.

Óska eftir aðstoð

Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði og ráðgjafi við leit að týndum dýrum hjá Dýrfinnu, segir í samtali við blaðamann Mannlífs að Hjálparsveit skáta sé að leggja leitinni lið. „Erum bara eigendur og tvær úr hundasveitinni eins og er, held að það sé einhver á leiðinni. Tveir úr Hjálparsveit Skáta í Kópavogi voru að fara. Svo er fólk búið að labba hér í kring og hefur augun opin.“

Sérstakt leitarspjall hefur verið stofnað en fólk er beðið um að sækja einungis um að komast inn í það ef það er að fara út að leita, svo létta megi álagið á spjallið. Ef fólk ætlar sér út að leita er hægt að skrifa athugasemd undir færslu Dýrfinnu á Facebook.

„Við óskum eftir allri aðstoð sem hægt er t.d. dróna og aðstoð frá vönu fólki eins og hjálparsveit skáta eða björgunarfólk,“ segir í færslunni.

- Auglýsing -

Þeim tilmælum er beint til fólks að fara alls ekki út á ísinn, leita ávallt í pörum og vera með fullhlaðinn síma. Fólki er einnig bent á að vera vel klætt og í vatnsheldum skóm, þar sem mikið er um mýri á svæðinu.

Enn skal áréttað að ekki er um að ræða verkefni fyrir börn eða viðkvæma, þar sem ekkert er vitað um stöðuna á hundinum að svo stöddu.

Ef lesendur hafa hug á að hjálpa til við leitina er hægt að fá nánari upplýsingar, ef þörf er á, með því að hringja í eigandann. Númerið hans er að finna í færslunni á Facebook-síðu Dýrfinnu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -