Þriðjudagur 10. september, 2024
5 C
Reykjavik

Ber saman „árásina“ á Bjarna Ben og Gaza: „Þessi börn fá ekkert glimmer. Þau fá helvíti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Kristín gerir lítið úr atvikinu þegar mótmælandi helti glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra.

Áhrifavaldurinn, baráttukonan og rithöfundurinn Erna Kristín skrifaði sterka færslu á Facebook fyrir stundu þar sem hún vitnar í Facebook-skrif Bjarna Benediktssonar þar sem hann segir frá því að hann hafi þurft að útskýra rauða glimmerið sem var sjálfsagt enn í hárinu á honum, daginn eftir að mótmælandi hendi yfir hann glimmeri, í mótmælaskyni við þá linkind sem utanríkisráðherrann hefur sýnt Ísrael sem legið hefur undir ámæli og jafnvel sakað um þjóðarmorð á Palestínumönnum. Erna Kristín talar beint til Bjarna Benediktssonar og segir að það séu forréttindi að útskýra rautt glimmer fyrir barninu sínu „á meðan þú sötrar kaffi í fullkomlega öruggu umhverfi í höllinni þinni í Garðabænum á meðan faðir í hinum enda heimsins í Palestínu þarf að útskýra fyrir börnunum sínum að mamma komi aldrei aftur & allt sem þau eiga er horfið.“

Og hún heldur áfram: „Það eru forréttindin að útskýra rautt glimmer fyrir barninu sínu á meðan faðir í hinum enda heimsins þarf að útskýra fyrir dóttur sinni að hún muni aldrei hlaupa aftur.“ Fleiri dæmi tekur hún til en að lokum segir hún: „

Það eru forréttindin að útskýra rautt glimmer fyrir barninu sínu á meðan læknir þarf að útskýra það óútskýranlega fyrir foreldrum. Að ungabörnin þeirra voru skilin eftir til þess að deyja,“ en þar vitnar hún í það þegar Ísraelsher skipaði starfsfólki og sjúklingum al-Nasr sjúkrahússins að yfirgefa sjúkrahúsið en fimm fyrirburar urðu eftir því þeir gátu ekki verið án súrefnisgjafar. Ísraelar sögðust láta sækja þá en gerðu það ekki. Börnin fundust látin úr hungri nokkrum dögum síðar. Bætti hún við: „Þessi börn fá ekkert glimmer. Þau fá helvíti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -