Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Bjarni Ben svarar ekki spurningum um meðalhófið – Að minnsta kosti 7,729 börn drepin á Gaza

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson hefur ekki svarað spurningum Mannlífs varðandi meðalhóf Ísraels.

Í byrjun nóvember var Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra spurður af fréttamanni RÚV út í dráp Ísraelshers á saklausum borgurum og börnum á Gaza og svaraði Bjarni, líkt og frægt er orðið, að Ísraelar þyrftu að gæta „meðalhófs í aðgerðunum,“ án þess að útskýra nánar hvað teljist til meðalhófs í þessu tilfelli. Hefur hvorki hann né forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir viljað fordæma gegndarlaus dráp hers Ísraelsmanna á Palestínumönnum, sem á sér ekki hliðstæðu í nútímasögu stríða í heiminum. Þá sat Ísland hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna þar sem kosið var um vopnahlé svo hægt væri að veita Palestínumönnum mannúðaraðstoð 28. október síðastliðinn.

Fyrir viku sendi Mannlíf spurningar á Bjarna og Katríni Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem spurt var út í meðalhófið. Spurningu má lesa hér fyrir neðan:

Í upphafi stríðsins á Gaza talaðir þú, Bjarni Benediktsson um að Ísraelar hefðu rétt á að verja sig en þyrftu að gæta meðalhófs. Spurning mín er: Hvernig skilgreinið þið meðalhóf í þessu samhengi? Og hvað þarf að gerast til að farið sé yfir það meðalhóf?

Nú, viku síðar bólar ekkert á svari frá utanríkisráðherranum.

Þegar þetta er ritað hafa að minnsta kosti 18,205 Palestínumenn verið drepnir frá 7. október, þar af að minnsta kosti 7,729 börn, 63 á Vesturbakkanum. Þá eru að minnst 7,780 manns saknað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -