Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

Blaðamannafélag Íslands neitar að upplýsa um umsækjendur: „Trúnaðarmál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Freyja Steingrímsdóttur hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands og hefur hún störf í lok maí en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samkvæmt henni hefur framkvæmdastjóri félagsins umsjón með og ber ábyrgð á faglegu starfi á vettvangi félagsins, daglegum rekstri og áætlanagerð, sér um stefnumótun í samráði við stjórn og kemur fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við á og gætir hagsmuna þess. 

Eflir faglegt starf

„Við erum stolt og ánægð að fá Freyju til liðs við okkur enda kemur hún inn með mikilvæga reynslu meðal annars af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga. Hún hefur stýrt stórum verkefnum fyrir BSRB og mun reynsla hennar og þekking af íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu nýtast vel. Auk þess hefur hún stýrt stórum málefna- og vitundarvakningarherferðum bæði innanlands og erlendis, nú síðast í tengslum við Kvennaverkfallið 2023 sem vakti heimsathygli. Við hlökkum til að starfa með henni að því að efla blaðamennsku og fjölmiðlun, standa vörð um hagsmuni stéttarinnar og efla faglegt starf innan félagsins,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, um ráðningu Freyju.

„Ég hlakka til að hlaupa af stað með þessari metnaðarfullu stjórn blaðamanna í þau spennandi verkefni sem framundan eru. Rétt eins og kemur fram í herferð BÍ hefur blaðamennska aldrei verið mikilvægari og ég mun leggja mig alla fram að efla slagkraft og gæta hagsmuna blaðamanna sem og annarra þeirra sem miðla upplýsingum til almennings í hvívetna,“ sagði Freyja um málið.

Aukið gagnsæi

Mannlíf sendi fyrirspurn á Sigríði Dögg til að fá upplýsingar um aðra aðila sem sóttu um starf framkvæmdastjóra Blaðamannafélagsins.

„Varðandi nöfn annarra umsækjenda þá eru þær trúnaðarmál enda félagið ekki opinber stofnun,“ svaraði Sigríður en svar þetta vekur athygli í ljósi orða Sigríðar við Mannlíf þann 3. apríl en þá var hún spurð hver markmið hennar sem formaður væru.

„Þá er hafin vinna í öllum stjórnum félagsins við að skýra alla umgjörð um rekstur félagsins, auka gagnsæi og setja reglur um starfsemina,“ sagði Sigríður meðal annars við þeirri spurningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -