Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Dagur snýr aftur eftir heimsókn til Lviv: „Ég er stoltur af því að Reykjavík efli nú þessi tengsl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ánægður með heimsókn sína til Lviv í Úkraínu. Hrósar hann hugrekki og baráttuþreki úkraínsku þjóðarinnar.

Borgarstjórinn birti færslu í morgun og ljósmyndir þar sem hann segir stuttlega frá heimsókn sinni til úkraínsku borgarinnar Lviv. Í ferðinni var skrifað undir vinaborgarsamstarf Reykjavíkur og Lviv en einnig var komið á tengingu á milli stoðtækjafyrirækisins Össurar og úkraínsku borgarinnar og skrifað undir samning því til staðfestingar. Færsluna má lesa hér að neðan:

„er að ljúka áhrifaríkri og eftirminnilegri heimsókn til Lviv í Úkraínu. Reykjavík og Lviv skrifuðu þar undir formlegan samning um vinaborgarsamstarf. Við fórum víða, heimsóttum endurhæfingarspítala borgarinnar og lögðum blóm á nýteknar grafir fallinna hermanna við sérstaka athöfn. Hluti af daglegum verkefnum Andriy Sandovyi borgarstjóra er að vera við jarðafarir hermanna úr borginni. Það gerir hann nánast daglega og oft eru þær fleiri en ein.

Eitt meginmarkmið ferðarinnar var að koma á tengingu milli stoðtækjafyrirtækisins Össurar og Lviv og var skrifað undir sérstakan samning því til staðfestingar. Það gleður mig mjög. Það er erfitt að færa í orð hugrekki og baráttuþrek Úkraínsku þjóðarinnar. Því miður eru allt útlit fyrir að áfram muni reyna á það næstu mánuði og misseri. Ég er stoltur af því að Reykjavík efli nú þessi tengsl og bind miklar vonir við gagnkvæma samvinnu og vináttu. Meira síðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -