Laugardagur 24. febrúar, 2024
0.1 C
Reykjavik

Duga eða drepast fyrir íslenska landsliðið: „Væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið er undir í kvöld þegar íslenska kvennlandsliðið í fótbolta mætir liði Wales í kvöld kl. 19:15. Tapi liðið mun Ísland falla í B-deild Þjóðardeildarinnar en með sigri eða jafntefli er möguleiki á að þær haldi sæti sínu í A-deildinni.

Ásamt Wales eru Þýskaland og Danmörk með Íslandi í riðli og á Ísland ekki möguleika á öðru en lenda í þriðja eða fjóra sæti í riðlinum en liðið hefur aðeins sigrað einn leik í riðlinum hingað til, einmitt á móti Wales. Flestir sparkspekingar eru á því að gengi liðsins hafi verið undir væntingum og telja sumir að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, sé endastöð á með liðið. 

Þá hefur sigur eða jafntefli í för með sér að Ísland keppi í umspili við aðra þjóð um að halda sæti sínu í A-deild og verður leikið heima og heiman. Leikirnir munu fara fram í febrúar en þá kæmi upp sú neyðarlega staða upp að ólíklegt sé að leika á Laugardalsvelli í febrúar.

„Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt – að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust.

Leikur er sýndur í beinni á RÚV í kvöld

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -