Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Ekkert lát á ruslutunnustríðinu á Seltjarnarnesi: „Þá byrjaði hann að kasta í mig bjórflöskum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hanna Kristín Skaftadóttir, móðir á Seltjarnarnesi, segist engan frið fá fyrir kærasta nágranna síns, Steingrími Sævarri Ólafssyni almannatengli. Á dögunum birti hún myndskeið sem sýndi Steingrím í óðaönn við að færa ruslatunnur fjöleignahússins fyrir bíl hennar í innkeyrslunni við húsið. Í kjölfarið hafði hún samband við lögreglu.

Mannlíf setti sig í samband við Hönnu Kristínu og spurði hver viðbrögð lögreglu hefðu verið:

„Viðbrögð lögreglu voru dræm þar sem Steingrímur virðist alltaf ná að bulla lögregluna á sitt band,“  segir hún.

Þá segist hún ekkert hafa heyrt frá Steingrími sjálfum en að hann haldi áfram að pönkast og valdi henni og fjölskyldu hennar sem og öðrum íbúum hússins ónæði.

Setti jólasdrasl þar sem tunnurnar voru
Svo virðist sem ósætti ríki um staðsetningu ruslatunnanna við húseignina. Hanna Kristín segir Steingrím hafa haldið áfram að baksa og færa til tunnurnar: „Hann færði til tunnurnar á stað sem hentar öllum illa og erfitt fyrir sorphirðingarfólk að nálgast, […] og setti jóladrasl á staðinn upp við húsið þar sem tunnurnar eiga að vera“.
Jólaskrautið sem Steingrímur setti upp þar sem ruslatunnur húsins hafa ævinlega verið. Mynd/aðsend
Mynd/aðsend
Hanna Kristín segir einnig frá því hvernig Steingrímur hafi á dögunum fært til hurð sem hefur verið í geymslu í sameign hússins. Hurðin tilheyri kærustu Steingríms og hafi hann stillt henni þannig að hún hindraði aðgengi að þvottasnúrnum í sameiginlegu þvottahúsi:
„Það er hurð á vergangi í sameign sem tilheyrir þeirra húseign sem hann er alltaf að færa til,“ segir Hanna Kristín og greinir frá að fjölskyldan hafi því ekki getað hengt upp þvottinn sinn.
Þrykkti í hana bjórflöskum
Hanna Kristín útskýrir nánar hvernig aðför gegn henni og fjölskyldu hennar hafa staðið í næstum ár. Hún sendi Mannlífi myndskeið þar sem Steingrímur Sævarr grillar í sumar og vill hún segir að hann hafi vísvitandi stillt grillinu svo reykinn beindi að svölum hennar.
„Dóttir mín er með slæman astma og faðir dóttur minnar er læknir – hann þurfti að senda fólkinu email um alvarleika reykmálsins vegna heilsu hennar, eftir að ég hafði ítrekað beðið Steingrím að hætta.“
Aðspurð hvort aðrir íbúa hússins hafi blandað sér í málin segir Hanna Kristín: „Þau gripu nú inn í þetta grillmál þegar Steingrímur var farinn að þrykkja flöskum í mig upp á svalir.“
„Þegar ég bað hann að slökkva eldinn þá byrjaði hann að kasta í mig bjórflöskum þar sem ég stóð á svölunum. Þá hringdi ég á lögregluna.“
Skjáskot frá aðsendu myndskeiði
Upplifir að öryggi sínu sé ógnað
Húsið er þríbýli og ekkert starfrækt húsfélag er í húsinu. Hanna Kristín segir að  sökum ástandsins sett upp öryggismyndavélar og upplifir að öryggi hennar sé ógnað: „Svona ástand getur verið mjög scary og hættulegt“. Hún sýnir Mannlífi myndband sem sýnir umrædda nágrannakonu, kærustu Steingríms Sævarrs, kasta möl að tröppum og útidyrahurð hennar í sumar að tilefnislausu. „Ég held það sé tímaspursmál um hvenær þau fara í eignaspjöll,“ bætir hún við.
Hanna Kristín er komin með lögmann í málið og hyggst leggja fram kæru.
Sjá nánar:

Hatrammt ruslatunnustríð um jólin á Seltjarnarnesi: „Dóttir mín endaði í læknishöndum“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -