Þriðjudagur 21. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Fagnar „viðsnúningi“ Sjálfstæðismanna á viðhorfi til Mannréttindadómsstólsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Nú höfum við í um sólarhring heyrt þingmenn sjálfstæðisflokksins lýsa því að taka þurfi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í kosningamálinu alvarlega, hefur dómsmálaráðherra nefnt breytingu á stjórnarskránni og aðrir þingmenn talað um nauðsynlegar breytingar á kosningalöggjöfinni.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar.

Í færslunni er Helga Vala auðvitað að tala um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson höfðuðu á hendur íslenska ríkisins vegna endurtalningarinnar í Norðvestur kjördæmi í alþingiskosningunum 2021. Unnu þeir málið og er ríkinu gert að greiða þeim báðum tæpar tvær milljónir króna.

Segist Helga Vala fagna „viðsnúningi“ Sjálfstæðismanna: „Ég fagna þessum viðsnúningi á viðhorfi þess hóps til þessa merka dómstóls sem Mannréttindadómstóll Evrópu er, enda minnug þess hvernig þessi sami hópur hefur nú frá fyrsta dómi undirréttar dómstólsins í Landsréttarmálinu talað niður vægi dómstólsins og gildi þeirra dóma sem þaðan koma. Hafa þeirra talsmenn talað um „deild í útlöndum“ um „pólitískt at dómstólsins“ og talaði sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í Landsréttarmálinu, sem reyndar var áður dómari við mannréttindadómstólinn, um lögfræðilega loftfimleika við úrlausn þess máls ef ég man rétt.“

Í lokaorðum sínum mærir hún dómstólinn í Strassborg og þakkar þeim Magnúsi og Guðmundi. „Ég verð að segja að ég er mjög þakklát fyrir að við skulum hafa þennan dómstól handan sundanna sem getur gætt réttinda borgara í þessu landi. Mál er varðar almennar kosningar eru þess eðlis að það er ekki hægt að bera þau beint undir íslenska dómstóla og því þurfti að leita til Strassborgar. Það var mjög mikilvægt og ég því líka þakklát þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Gudmundi Gunnarssyni fyrir að hafa tekið þann slag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -